mánudagur, mars 20, 2006

Afsagnir

Davíð Oddsson hafði vit á því að koma sér í burtu frá klúðrinu sem hann var búinn að koma okkur í þeim fjölmörgu málum sem Halldór Ásgrímsson þarf nú að svara fyrir.

Hann þarf ekki að segja af sér.

Hvar er viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brotthvarfs hersins?

Hvað á að gera í þyrlumálum?
Hvað á að gera í atvinnumálum?

Hvað á að gera?

Afsögn og ekkert annað en afsögn kemur til greina.

laugardagur, mars 18, 2006

Varnarleysi

Nú er ég hræddur. Á mig verður ráðist á hverri stundu, hvar á ég að fela mig, hvar eru sprengjuheldir kjallarar?

Innrásarliðið frá Rússlandi, nei Austur Þýskalandi, nei Afganistan, nei Suður Afríku er á leiðinni, HJÁLP....

Ég óttast um líf mitt á hverjum degi, það eru óvinir á hverju strái, ég sé njósnara í hverri manneskju, ég treysti engum. Hér eru útsendarar frá öllum óvinalöndum okkar sem stefna á heimsyfirráð og tilgangur þeirra er sameiginlegur, að RÁÐAST á Ísland. Nú er tími til kominn að reka alla útlendinga af okkar skeri og vopna þá sem eftir eru.

Það segir sig sjálft að samningar frá árinu 1951 eru orðnir gamlir. Tímar breytast og ástandið í heiminum líka. Hvað höfum við að gera við fjórar (4) herþotur? Nákvæmlega ekki neitt. Hér hefur verið tekið verulega vitlaust í pólinn í samningaviðræðunum við Bandamenn.
Þyrlurnar fylgja flugvélunum, þegar þær fara þá fylgja þyrlurnar með. Vissulega er erfitt að kyngja því að fólk muni missa vinnuna sína, sérstaklega þegar uppbygging á atvinnuvegum öðrum en Álvegum hefur verið jafn stórkostleg og raun ber vitni.

Hugsunarháttur þeirra sem fara með völdin á Íslandi er jafn úreltur og varnarsamningurinn frá árinu 1951.

föstudagur, mars 10, 2006

Helgin nálgast

Og ég er að fara á Árshátið :)

Nú er það bara spurning um að fara í röðina hjá BT í kringlunni klukkan 4 í nótt til að næla sér í eina Xbox 360 á hálfvirði...

þriðjudagur, mars 07, 2006

Bréfaskriftir

Ég hef haft þann siðinn á að geyma allan póst sem ég skrifa og sendi. Allt sem er skrifað í skilaboðaforritum (Messenger) er loggað.

Hins vegar ef ég sendi póst sem er ætlaður fyrir persónulega hluti (mjög persónulega) þá er þeim hent strax. Þetta á sérstaklega við viðkvæma og klámfengna pósta. Hvaða tilgangur er í því að geyma greddubréf? Ekki langar mig að vita til þess að einhver sé að lesa klámríkt innihald sem ég sendi og var kannski ætlaður einni manneskju.

ÞESS vegna höfum við herbergi með hurð. Við slökkvum ljósin og tölum ekki um hlutina. Ég held því enn og aftur fram að svona hlutir voru mun betri í fyrri tíð. Þar voru málin einfaldlega leyst þannig að bréfin voru BRENND.

Hvaða bull er það að ekki sé leyft að lesa annara manna bréf. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir. -:)

Fólk sem kann ekki með sína hluti að fara á einfaldlega ekki að nota þá. Vinsamlegast hendið ykkar tölvum og kaupið penna og frímerki.