þriðjudagur, mars 07, 2006

Bréfaskriftir

Ég hef haft þann siðinn á að geyma allan póst sem ég skrifa og sendi. Allt sem er skrifað í skilaboðaforritum (Messenger) er loggað.

Hins vegar ef ég sendi póst sem er ætlaður fyrir persónulega hluti (mjög persónulega) þá er þeim hent strax. Þetta á sérstaklega við viðkvæma og klámfengna pósta. Hvaða tilgangur er í því að geyma greddubréf? Ekki langar mig að vita til þess að einhver sé að lesa klámríkt innihald sem ég sendi og var kannski ætlaður einni manneskju.

ÞESS vegna höfum við herbergi með hurð. Við slökkvum ljósin og tölum ekki um hlutina. Ég held því enn og aftur fram að svona hlutir voru mun betri í fyrri tíð. Þar voru málin einfaldlega leyst þannig að bréfin voru BRENND.

Hvaða bull er það að ekki sé leyft að lesa annara manna bréf. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir. -:)

Fólk sem kann ekki með sína hluti að fara á einfaldlega ekki að nota þá. Vinsamlegast hendið ykkar tölvum og kaupið penna og frímerki.

Engin ummæli: