Jæja það kom að því að maður væri næstum búinn að gefast upp á þessu bloggi, maður verður að fá hrós fyrir þá hörku að halda aftur af sér í einn mánuð eða svo í skrifum. Svona eru þessi sumur að þau virðast draga mann frá lyklaborðinu og tíminn fer í eitthvað allt annað heldur en að sitja við og skrifa.
Það er ekki laust við að niðurstaða kosninga hafi valdið manni nokkrum vonbrigðum, held að fullt af fólki hafi orðið fyrir því líka að verða vonsvikið með úrslitin. Ég verð bara að vona að sem minnstur skaði verði á okkar annars ágætu borg næstu fjögur árin, ef meirihlutinn nær að halda svo lengi.
Ég er orðinn mjög spenntur að skella mér og horfa á guttann minn spila á Skagamótinu næstkomandi helgi. Þetta verður ábyggilega mikið fjör og ekki slæmt að vera í góðum hópi Þróttara sem áhorfandi.
Maður fær svo mikla ánægju af að sjá þessi kríli spila fótbolta allan daginn, ótrúleg orka sem þau hafa. Mögulega bætist við í bikarasafn þeirra eftir þetta mót, það væri þá bónus á allt annað :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég held að mestur skaði hefði verið gerður ef S hefði eitthvað með stjórn borgarinnar að gera ... gott að fá frískt blóð inn, þó svo að xB bjáninn hafi fylgt með í kaupunum.
Ég veit ekki betur en fráfarandi meirihluti hafi skilið eftir svinðna jörð innan borgarvirkisins. Og hafi logið til um stöðu borgarinnar í fjármálunum.Þannig að ég held að þú ættir að fagna þessum meirihluta sem nú er komin með lykilinn að peninga kassanum. Og ekki að tala um hvað Vilhjálmur tók sig vel út með laxinn.
Hafið það annars gott upp á Skaga um næstu helgi. Við biðjum að heilsa héðan frá danska lýðveldinu.
Hef nú sjaldan séð veiðmann með jafn lítinn lax og þessi var. Aum byrjun var það.
Loforðin voru hástemd, fyrsta verk var að svíkja þau öll með tölum sem við hin höfum ekki fengið að sjá.
:)
Skrifa ummæli