þriðjudagur, maí 23, 2006

Útburður

Mér finnst merkilegt að það sé hægt að "henda" fólki út og skilja búslóðina eftir fyrir utan bílskúr með plasti yfir. Svo vill maður vera góður borgari og hringir í Lögregluna, "því miður þá gerum við ekkert í málinu fyrr en við höfum fengið kæru". Gott svar er það ekki?

Er landið okkar virkilega orðið þannig að það sé hægt að kasta fólki út, jafnvel án þeirrar vitundar, láta búslóðina vera undir berum himni og það er ekkert hægt að gera í því.

Ef fólk vill sjá þetta, þá er hægt að skoða búslóðina með eigin augum að Hlunnavogi 9, 104 rvk.

Engin ummæli: