Þegar maður byrjar á einhverju nýju.
Tók fyrsta tímann í Hreyfingu áðan, mikið rosalega er maður ánægður að hafa byrjað.
mánudagur, febrúar 27, 2006
föstudagur, febrúar 24, 2006
Súkkulaðidrengur
"Eva Longoria neitaði að koma nakin fram í atriði sem verið var að taka upp fyrir sjónvarpsþáttaröðina Aðþrengdar eiginkonur. Það var ekki fyrr en framleiðendurnir færðu henni súkkulaði af dýrustu gerð að hún samþykkti atriðið. "
(tekið af mbl.is)
Næsta konudag, valentísunardag eða hvað þetta heitir allt, muna EKKI blóm heldur DÝRT súkkulaði.
(tekið af mbl.is)
Næsta konudag, valentísunardag eða hvað þetta heitir allt, muna EKKI blóm heldur DÝRT súkkulaði.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Tilgangslaust bros
Hef sjaldan séð herra vor Forsætisráðherra brosa jafn mikið og eftir fund hans með Tony Blair.
Hvað var það á þessum fundi sem var svona skemmtilegt? Voru þeir að plana næstu 100 álver á Íslandi, voru þeir að ákveða inngöngu okkar í ESB á næsta ári, var Halldór kannski svona glaður vegna þess að hann fékk að hitta Þjóðhöfðingja?
Hver veit?
Ég veit að hann mun örugglega ekki brosa jafn mikið fyrr en næstu kosningar verða.
Hvað var það á þessum fundi sem var svona skemmtilegt? Voru þeir að plana næstu 100 álver á Íslandi, voru þeir að ákveða inngöngu okkar í ESB á næsta ári, var Halldór kannski svona glaður vegna þess að hann fékk að hitta Þjóðhöfðingja?
Hver veit?
Ég veit að hann mun örugglega ekki brosa jafn mikið fyrr en næstu kosningar verða.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Áfram með smjörið
Sjálfstæðisflokkur mun ekki ná borginni í vor.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Framboðslisti þeirra er ekki nógu þéttur. Viljhjálmur er einfaldlega orðinn of gamall og engu skilað þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hver vill fá trúð eins og Gísli Marteinn er?
Málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört.Hversu margar setningar af þessum lista ætli verði óbreyttar fyrir þessar kosningar?
http://www.betriborg.is/stefnan/
Minni sértaklega á línur þar sem talað er um lækkun skatta, hafa skattar okkar lækkað í valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarmanna? NEI
Hvernig dettur fólki í hug að kjósa fólk sem skrifar svona :
http://www.betriborg.is/betriborg/greinar/?cat_id=18225&ew_0_a_id=183607
Talandi um lóðarbrask (tekið af rvk.is) :"
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti án mótatkvæða þann 19. janúar síðastliðinn útboðsskilmála vegna lóða í Úlfarsárdal. Það var fullnaðaratkvæðagreiðsla málsins samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa því haft tæpar þrjár vikur til að koma málinu á dagskrá borgarstjórnar. Það hafa þeir ekki gert fyrr en í dag, daginn eftir að útboð hófst.
Það er ábyrgðarlaus framganga af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sérkennilegt meðvitundarleysi um lýðræðislegan framgang mála á vettvangi borgarstjórnar að ætla að taka á dagskrá ákvörðun sem þegar er komin til framkvæmda."
Gjaldþrot Sjálfstæðismanna er algjört. Munum hvernig borgin var fyrir 12 árum, munum hvernig vinargreiðar og klíkuskapur réðu ferðum í borg okkar. Munum eftir sukki og hvernig var valtað yfir borgarbúa þegar ákveðið var að byggja Perluna og Ráðhúsið. Svoleiðis stjórn viljum við ekki fá aftur.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Framboðslisti þeirra er ekki nógu þéttur. Viljhjálmur er einfaldlega orðinn of gamall og engu skilað þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hver vill fá trúð eins og Gísli Marteinn er?
Málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört.Hversu margar setningar af þessum lista ætli verði óbreyttar fyrir þessar kosningar?
http://www.betriborg.is/stefnan/
Minni sértaklega á línur þar sem talað er um lækkun skatta, hafa skattar okkar lækkað í valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarmanna? NEI
Hvernig dettur fólki í hug að kjósa fólk sem skrifar svona :
http://www.betriborg.is/betriborg/greinar/?cat_id=18225&ew_0_a_id=183607
Talandi um lóðarbrask (tekið af rvk.is) :"
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti án mótatkvæða þann 19. janúar síðastliðinn útboðsskilmála vegna lóða í Úlfarsárdal. Það var fullnaðaratkvæðagreiðsla málsins samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa því haft tæpar þrjár vikur til að koma málinu á dagskrá borgarstjórnar. Það hafa þeir ekki gert fyrr en í dag, daginn eftir að útboð hófst.
Það er ábyrgðarlaus framganga af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sérkennilegt meðvitundarleysi um lýðræðislegan framgang mála á vettvangi borgarstjórnar að ætla að taka á dagskrá ákvörðun sem þegar er komin til framkvæmda."
Gjaldþrot Sjálfstæðismanna er algjört. Munum hvernig borgin var fyrir 12 árum, munum hvernig vinargreiðar og klíkuskapur réðu ferðum í borg okkar. Munum eftir sukki og hvernig var valtað yfir borgarbúa þegar ákveðið var að byggja Perluna og Ráðhúsið. Svoleiðis stjórn viljum við ekki fá aftur.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Lóðerí
Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar Reykjavíkurbúar fara á lóðerí. Allir aðrir verða fúlir heldur en þeir sem fenguð það. Þetta árið var drátturinn nokkuð dýr en var þó laus við þetta handahófskennda úrtak sem borgarbúar kvörtuðu yfir á síðasta ári. Mér finnst að borgaryfirvöld hafi farið alveg hárrétta leið núna. Alveg eins og í dýraríkinu þá eru það þeir sem sterkastir eru sem hreppa hnossið. Í hnotskurn kennir okkur þetta hvernig reglur verða til, og hvernig reglur hlaða utan á sig smá saman.
í Fyrra :
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
Öll vitum við hvernig þetta endaði, vegna vantrausts á tölvukerfi var ákveðið að drátturinn væri úr hatti. Merkilegt hvað lík númer komu upp úr honum!
Þetta árið.
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er dýr.
2. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
3. Einungis átti að vera hægt að fá það einu sinni.
Niðurstaðan þetta árið: Lýsir fólki nokkuð vel, það er alltaf einhver sem er til í að svindla á reglunum, finna sem smæstu smugur til að nýta sér og hlægja að öllum hinum.
Hér með er óskað eftir tillögum hvernig á að framkvæma næsta lóðerí. Gera'ða kannski eins og í Kópavogi?
í Fyrra :
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
Öll vitum við hvernig þetta endaði, vegna vantrausts á tölvukerfi var ákveðið að drátturinn væri úr hatti. Merkilegt hvað lík númer komu upp úr honum!
Þetta árið.
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er dýr.
2. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
3. Einungis átti að vera hægt að fá það einu sinni.
Niðurstaðan þetta árið: Lýsir fólki nokkuð vel, það er alltaf einhver sem er til í að svindla á reglunum, finna sem smæstu smugur til að nýta sér og hlægja að öllum hinum.
Hér með er óskað eftir tillögum hvernig á að framkvæma næsta lóðerí. Gera'ða kannski eins og í Kópavogi?
föstudagur, febrúar 17, 2006
Silvía nótt til sigurs
Látum ekki Evróvisíon áskrifendur valta yfir okkur enn eitt árið með ömurlegum texta og lagasmíðum. Kjósum Silvíu Nótt til framfara á tónlistarsviði Evróvisíon 2006.
Silvía til Sigurs!
Silvía til Sigurs!
mánudagur, febrúar 13, 2006
Flokkahjal
Merkilegt hvað Sjálfstæðismenn sjá rautt þegar talað er um Samfylkinguna. Þetta á ekki við þegar talað er um Vinstri-græna eða Framsókn. Fyrir mér eru Sjálfstæðismenn bara Sjálfstæðismenn og þeirra skoðanir á hlutunum eru svo sem fínar. Lífið er þannig að fólk hefur misjafnar skoðanir á hlutunum og þær ber að virða. Það er allt annað mál hvort maður sé sammála þeim skoðunum.
Ég held að ég geti staðsett mig til hægri í mörgum af þeim málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir. Það þýðir ekki endilega að ég sé sammála öllum þeim hlutum sem þeir hafa gert á síðastliðnum 12 árum, en að sjálfsögðu er heilmargt sem má alltaf bæta. Ég tel að það sé í hnotskurn munurinn á Samfylkingunni annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hinsvegar. Sjálfstæðismenn viðurkenna aldre mistök, þeir tala ekki um þá hluti sem þeir hafa gert með þeirri innri gagnrýni sem allir þurfa að hafa til að geta þróast. Tökum dæmi:Fjölmiðlafrumvarpið,Álverin,Írak og Öryrkjar.
Í öllum þessum málum hefur ekkert verið notað annað heldur en hroki og yfirgangur, svo mikið að fólki hefur blöskrað svo mikið að orðið bananalýðveldi fær nýja merkingu.
Það er ástæða fyrir því að maður hefur hvorki kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.
Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni eins og aðrir flokkar. Ákvarðanatökur hafa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig, Hringbrautarmálið var eitt allsherjar klúður og nýji spítalinn sem á að koma vekur upp spurningar.
Ég mun að sjálfsögðu skoða hvað Sjálfstæðismenn, Vinstri-Grænir, Framsókn og Samfylkingin hafa fram að bera í komandi kosningum. Eitt veit ég að öllu verður lofað, kannski meira en innistæða er fyrir.
Í gær eignaðist Samfylkingin þann leiðtoga sem Sjálfstæðismenn hafa dreymt um allt frá valdatíma Daviðs í borginni.
Hvernig munu þeir svara, með málefnalegri umræðu eða skítkasti?
Ég held að ég geti staðsett mig til hægri í mörgum af þeim málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir. Það þýðir ekki endilega að ég sé sammála öllum þeim hlutum sem þeir hafa gert á síðastliðnum 12 árum, en að sjálfsögðu er heilmargt sem má alltaf bæta. Ég tel að það sé í hnotskurn munurinn á Samfylkingunni annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hinsvegar. Sjálfstæðismenn viðurkenna aldre mistök, þeir tala ekki um þá hluti sem þeir hafa gert með þeirri innri gagnrýni sem allir þurfa að hafa til að geta þróast. Tökum dæmi:Fjölmiðlafrumvarpið,Álverin,Írak og Öryrkjar.
Í öllum þessum málum hefur ekkert verið notað annað heldur en hroki og yfirgangur, svo mikið að fólki hefur blöskrað svo mikið að orðið bananalýðveldi fær nýja merkingu.
Það er ástæða fyrir því að maður hefur hvorki kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.
Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni eins og aðrir flokkar. Ákvarðanatökur hafa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig, Hringbrautarmálið var eitt allsherjar klúður og nýji spítalinn sem á að koma vekur upp spurningar.
Ég mun að sjálfsögðu skoða hvað Sjálfstæðismenn, Vinstri-Grænir, Framsókn og Samfylkingin hafa fram að bera í komandi kosningum. Eitt veit ég að öllu verður lofað, kannski meira en innistæða er fyrir.
Í gær eignaðist Samfylkingin þann leiðtoga sem Sjálfstæðismenn hafa dreymt um allt frá valdatíma Daviðs í borginni.
Hvernig munu þeir svara, með málefnalegri umræðu eða skítkasti?
föstudagur, febrúar 10, 2006
Prófkjör
Jæja þá er komið að því að velja. Það er ekki mikið vandamál hvern maður kýs í 1. sætið en maður ætti kannski að nota kvöldið og kynna sér aðeins þá sem eru að bjóða sig fram í önnur sæti.
Gaman að því hvað maður ætlaði að vera duglegur og hjálpa til í þetta skiptið, en maður fer þó og kýs, það hlýtur að telja eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að Dagur hefur þetta af, vona innilega að hann verði með afgerandi kosningu.
Svo er náttúrulega málið að halda bláa flokknum í kuldanum í 4 ár í viðbót :)
Gaman að því hvað maður ætlaði að vera duglegur og hjálpa til í þetta skiptið, en maður fer þó og kýs, það hlýtur að telja eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að Dagur hefur þetta af, vona innilega að hann verði með afgerandi kosningu.
Svo er náttúrulega málið að halda bláa flokknum í kuldanum í 4 ár í viðbót :)
laugardagur, febrúar 04, 2006
Mús-Limi
Hugsið ykkur bara að fólk skuli brenna niður byggingar út af skopmyndum.
Það er eitthvað að fólki sem brennir niður byggingar út af skopmyndum.
Nei án gríns þá er eitthvað að sjóða upp úr sem hefur verið að malla í mörg mörg ár. Ekki er hægt að segja að við (vestrænar þjóðir) hafi farið vel með fólk á þessum slóðum í gegn um árin. Það er til ein lausn á þessu vandamáli og það ætti ekki að vera erfitt að framkvæma það.
Gera mannkynið trúarlaust.
Það er eitthvað að fólki sem brennir niður byggingar út af skopmyndum.
Nei án gríns þá er eitthvað að sjóða upp úr sem hefur verið að malla í mörg mörg ár. Ekki er hægt að segja að við (vestrænar þjóðir) hafi farið vel með fólk á þessum slóðum í gegn um árin. Það er til ein lausn á þessu vandamáli og það ætti ekki að vera erfitt að framkvæma það.
Gera mannkynið trúarlaust.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)