fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Tilgangslaust bros

Hef sjaldan séð herra vor Forsætisráðherra brosa jafn mikið og eftir fund hans með Tony Blair.

Hvað var það á þessum fundi sem var svona skemmtilegt? Voru þeir að plana næstu 100 álver á Íslandi, voru þeir að ákveða inngöngu okkar í ESB á næsta ári, var Halldór kannski svona glaður vegna þess að hann fékk að hitta Þjóðhöfðingja?
Hver veit?

Ég veit að hann mun örugglega ekki brosa jafn mikið fyrr en næstu kosningar verða.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er hann ekki bara með lítilmennskubrjálæði? Ofsa spenntur að fyrstur til að hafa hitt forsætisráðherra Breta frá Þorskastríði. "Pottþéttur í sögubækurnar," hugsaði hann eflasut meðan hann gekk niður tröppurnar. Þaðan kemur brosið.