Þegar er byrjað að svíkja loforð í þessum kosningum. Gjaldfrjálst þetta og gjaldfrjálst hitt.
Það er ekkert gjaldfrjálst.
Skólinn er ekki gjaldfrjáls og leikskólinn er það ekki heldur. Reikningarnir munu halda áfram að berast þó þetta sé kallað gjaldfrjálst. Eini munurinn er sá að nú munu þeir heita matarreikningar.
En afhverju er ég að kvarta, er ekki hagvöxtur :-)
Eitt hræðist ég fyrir þessar kosningar, Samfylkingin er alls ekki að koma sterk fram í byrjun. Það er eins og þeir sem eru í framboði hafi ekki áttað sig á því að baráttan er byrjuð. Einn flokkurinn fór í felubúning og hinn blái er búinn að vera í 12 ár að springa úr spenningi að fá að stjórna dallinum næstu árin. Samfylkingin í Reykjavík er ekki tilbúin í fjörið því miður.
Dagur þarf að átta sig á því að það er einn mesti refur í pólitík hér á landi sem hann er að berjast við, það duga ekki silkihanskar á svoleiðis fólk.
mánudagur, apríl 24, 2006
sunnudagur, apríl 23, 2006
20 ára fermingarafmæli
Fór í Sandgerði í gærkvöldi og hélt upp á 20 ára fermingarafmæli. Verð að segja að það var mjög skemmtilegt að hitta krakkana sem maður var með í 7,8 og 9 bekk og fermdist með. Það vill svo til að það eru ekki allir svo heppnir að þekkja fólkið sem það fermdist með. Ástæðan fyrir fermingarafmæli er ósköp einföld, það var ekki 9 (10) bekkur í Sandgerði á þessum tíma og hópurinn tvístraðist eftir 8 bekk.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu margir búa enn á svæðinu, nokkrir enn í Sandgerði og slatti í Reykjanesbæ (Keflavik og Njarðvík). All-flestir eru komnir með 2-3 börn og sumir að ferma sín fyrstu :)
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með góðu fólki, gaman að hitta það aftur og virkilega ánæjulegt að sjá hveru vel hefur heppnast til með þennan árgang :)
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu margir búa enn á svæðinu, nokkrir enn í Sandgerði og slatti í Reykjanesbæ (Keflavik og Njarðvík). All-flestir eru komnir með 2-3 börn og sumir að ferma sín fyrstu :)
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með góðu fólki, gaman að hitta það aftur og virkilega ánæjulegt að sjá hveru vel hefur heppnast til með þennan árgang :)
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Ál eða kál
Afhverju á ég að þurfa að velja á milli áls eða káls?
Ég er farinn að halda að hér séu kálhausar með álbrynju við völd.
Hvers vegna má ég ekki velja á milli áls eða káls?
Vá ég held að of mikið kál sé í umferð. Eða var það ál?
Ég vil einfaldlega að þetta fólk sem ræður hér á landi átti sig á nokkrum hlutum.
1. Fólk er fífl.
2. Fólk er fífl.
3. Fífl kjósa.
3. Fífl búa hér.
2. Fyrir hvaða fífl vinn ég.
1. Ég er fíll.
Munum bara þegar brosað er að kjósendum (fíflum) næst að fíflagangurinn búinn.
Ég er farinn að halda að hér séu kálhausar með álbrynju við völd.
Hvers vegna má ég ekki velja á milli áls eða káls?
Vá ég held að of mikið kál sé í umferð. Eða var það ál?
Ég vil einfaldlega að þetta fólk sem ræður hér á landi átti sig á nokkrum hlutum.
1. Fólk er fífl.
2. Fólk er fífl.
3. Fífl kjósa.
3. Fífl búa hér.
2. Fyrir hvaða fífl vinn ég.
1. Ég er fíll.
Munum bara þegar brosað er að kjósendum (fíflum) næst að fíflagangurinn búinn.
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Andri Snær
Er að lesa bókina hans þegar maður hefur tíma (hver er ekki að lesa bókina?)
Ágætis lesning sem vekur upp nokkrar spurningar, get ekki beðið eftir að komast að "feitu" köflunum í bókinni eins og mér er sagt að séu þar. Nokkuð góðir kaflanir um bændurna og hugmyndir.
Ætli sé hægt að setja hámarkslengd á Álver? Mér persónulega finnst 1 km. vera full langt.
Maður verður að ná að tengja þessa stærð við eitthvað sem maður þekkir til að átta sig á stærðinni, t.d. er jafn langt frá Írafossi að Ljósafossi og þetta álver í Reyðarfyrði er!
Ágætis lesning sem vekur upp nokkrar spurningar, get ekki beðið eftir að komast að "feitu" köflunum í bókinni eins og mér er sagt að séu þar. Nokkuð góðir kaflanir um bændurna og hugmyndir.
Ætli sé hægt að setja hámarkslengd á Álver? Mér persónulega finnst 1 km. vera full langt.
Maður verður að ná að tengja þessa stærð við eitthvað sem maður þekkir til að átta sig á stærðinni, t.d. er jafn langt frá Írafossi að Ljósafossi og þetta álver í Reyðarfyrði er!
mánudagur, apríl 03, 2006
Fram(sókn)
Sókn er eitthvað sem gerist þegar maður sækir fram. Einhver misskilningur hefur átt sér stað hjá forustumönnum Framsóknarflokksins. Málið er nefnilega þannig að flokkurinn þarf að þróast með þjóðfélaginu alveg eins og fyrirtæki, stofnanir og venjulegt fólk gerir. Það er ekki hægt að neyða skoðanir upp á fólk, það hefur verið margreynt og alltaf með sama árangri. Það er ekki hægt!
"Flokkur" er fyrir fólk sem vill vinna að einhverju saman, ekki eitt út í horni, ekki eitt að taka ákvarðanir og alls ekki eitt á fundum.
Fólk er þannig gert að völd fara því illa til lengri tíma litið, yfirleitt þykir fólki gott að hafa völd, og því meiri því betra. Því meiri völd sem fólk hefur því ákveðnara verður það að það hefur rétt fyrir sér og beitir valdi sínu til að tryggja að skoðun sín verði sú sem verði ráðandi.
Farsæll leiðtogi er sá sem nær tökum á sínum völdum og notar þau með virðingu fyrir því sem hann hefur. Hann sameinar fólk sitt til verka, hvetur það til dáða og leyfir því að njóta sín. Það er fjöldinn sem myndar flokk en ekki einstaklingurinn.
Það verður seint talað um Halldór Ásgrímsson sem farsælan leiðtoga.
"Flokkur" er fyrir fólk sem vill vinna að einhverju saman, ekki eitt út í horni, ekki eitt að taka ákvarðanir og alls ekki eitt á fundum.
Fólk er þannig gert að völd fara því illa til lengri tíma litið, yfirleitt þykir fólki gott að hafa völd, og því meiri því betra. Því meiri völd sem fólk hefur því ákveðnara verður það að það hefur rétt fyrir sér og beitir valdi sínu til að tryggja að skoðun sín verði sú sem verði ráðandi.
Farsæll leiðtogi er sá sem nær tökum á sínum völdum og notar þau með virðingu fyrir því sem hann hefur. Hann sameinar fólk sitt til verka, hvetur það til dáða og leyfir því að njóta sín. Það er fjöldinn sem myndar flokk en ekki einstaklingurinn.
Það verður seint talað um Halldór Ásgrímsson sem farsælan leiðtoga.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)