mánudagur, apríl 24, 2006

Svikin loforð

Þegar er byrjað að svíkja loforð í þessum kosningum. Gjaldfrjálst þetta og gjaldfrjálst hitt.
Það er ekkert gjaldfrjálst.

Skólinn er ekki gjaldfrjáls og leikskólinn er það ekki heldur. Reikningarnir munu halda áfram að berast þó þetta sé kallað gjaldfrjálst. Eini munurinn er sá að nú munu þeir heita matarreikningar.

En afhverju er ég að kvarta, er ekki hagvöxtur :-)

Eitt hræðist ég fyrir þessar kosningar, Samfylkingin er alls ekki að koma sterk fram í byrjun. Það er eins og þeir sem eru í framboði hafi ekki áttað sig á því að baráttan er byrjuð. Einn flokkurinn fór í felubúning og hinn blái er búinn að vera í 12 ár að springa úr spenningi að fá að stjórna dallinum næstu árin. Samfylkingin í Reykjavík er ekki tilbúin í fjörið því miður.

Dagur þarf að átta sig á því að það er einn mesti refur í pólitík hér á landi sem hann er að berjast við, það duga ekki silkihanskar á svoleiðis fólk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dagur varð að Nótt - og tók ekki einu sinni eftir því...

Stefán sagði...

Það er þó ljós í myrkrinu :)