Sókn er eitthvað sem gerist þegar maður sækir fram. Einhver misskilningur hefur átt sér stað hjá forustumönnum Framsóknarflokksins. Málið er nefnilega þannig að flokkurinn þarf að þróast með þjóðfélaginu alveg eins og fyrirtæki, stofnanir og venjulegt fólk gerir. Það er ekki hægt að neyða skoðanir upp á fólk, það hefur verið margreynt og alltaf með sama árangri. Það er ekki hægt!
"Flokkur" er fyrir fólk sem vill vinna að einhverju saman, ekki eitt út í horni, ekki eitt að taka ákvarðanir og alls ekki eitt á fundum.
Fólk er þannig gert að völd fara því illa til lengri tíma litið, yfirleitt þykir fólki gott að hafa völd, og því meiri því betra. Því meiri völd sem fólk hefur því ákveðnara verður það að það hefur rétt fyrir sér og beitir valdi sínu til að tryggja að skoðun sín verði sú sem verði ráðandi.
Farsæll leiðtogi er sá sem nær tökum á sínum völdum og notar þau með virðingu fyrir því sem hann hefur. Hann sameinar fólk sitt til verka, hvetur það til dáða og leyfir því að njóta sín. Það er fjöldinn sem myndar flokk en ekki einstaklingurinn.
Það verður seint talað um Halldór Ásgrímsson sem farsælan leiðtoga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli