þriðjudagur, maí 23, 2006

Útburður

Mér finnst merkilegt að það sé hægt að "henda" fólki út og skilja búslóðina eftir fyrir utan bílskúr með plasti yfir. Svo vill maður vera góður borgari og hringir í Lögregluna, "því miður þá gerum við ekkert í málinu fyrr en við höfum fengið kæru". Gott svar er það ekki?

Er landið okkar virkilega orðið þannig að það sé hægt að kasta fólki út, jafnvel án þeirrar vitundar, láta búslóðina vera undir berum himni og það er ekkert hægt að gera í því.

Ef fólk vill sjá þetta, þá er hægt að skoða búslóðina með eigin augum að Hlunnavogi 9, 104 rvk.

Enginn titill

Mér finnst að enginn ætti að hafa titil. Þá þyrftum við ekki að hafa forsætisráðherra eða samgönguráðherra eða bara einhvern ráðherra sem hefur talað sig inn í starfið.

Mér finnst mjög merkilegt að hér skuli vera við völd maður sem brosir eingöngu í kosningaslag. Eða maður sem byggir göng og brýr fyrir sveitina sína og hótar hinum að verði þær ekki góðar þá fái þær ekki neitt. Ef að þessir menn hefðu ekki titil þá væri lífið okkar svo miklu einfaldara.

Hvaða "kick" ætli samgönguráðherra fái út úr því að hóta. Er það eina ánægjan úr lífinu sem hann fær? Hvað hefur hann út úr því að hóta (litlu íbúunum sem hafa engan titil) að ef við samþykkjum ekki hraðbraut yfir grænu garðana okkar og litlu húsin þá munu umferðarteppur halda áfram að vera daglegt brauð fyrir okkur. Ég skil þetta ekki, ég skil ekki afhverju hann hættir ekki og fer að lifa titillausu lífi eins og við hin. Það er svo einfalt líf. Ég hélt að hann hefði boðið sig fram til að vinna að málefnum okkar sem þjóðar því það voru jú við sem kusum.

Sundabraut mun aldrei verða að veruleika með þeim formerkjum sem hann vill. Því miður sér hann það ekki sjálfur og það er ósk mín að þeir sem fá titla hér í lok mánaðarins munu koma því til skila í kollinn á samgönguráðherra.

föstudagur, maí 05, 2006

Nálastungur

Fór í fyrsta skipti í nálastungumeðferð í dag. Það var nokkuð merkileg upplifiun að finna fiðring í kringum nálina þegar hún var færð örlítið til eftir stunguna.
En það verður spennandi að sjá hvort þetta muni hjálpa til við meðferðina við beinhimnubólguna.

Sjúkraþjálfarinn er að prófa sig áfram með nálastungur og þessa meðferð og ég fékk að vera svo heppinn að vera fyrstur :)

mánudagur, maí 01, 2006

Hraðakstur og Kastljós

Sá merkilegar umræður í Kastljósi í gærkvöldi, þar var verið að tala um Kvartmíluklúbbinn og æfingar sem þeir halda einu sinni í viku. Lía (Landsamband ísl. akstursíþróttamanna) frétti af því að Kastljós væri væntanlegt og lét því lögregluna vita af æfingunni sem stöðvaði hana.
Ágreiningur virðist vera um tryggingar.

Hvernig má það vera að forsvarsmenn þessara félaga geti ekki komið sér saman hvernig standa eigi að þessum hlutum? Hvaða smákóngapólitík kemur í veg fyrir að þeir sem "verða" að fá útrás fyrir sínar þarfir geti gert það á lokuðum svæðum. Það er þegar mjög erfitt að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá ráðamönnum okkar og því óþarft að vera að auka á vandræði þeirra sem vilja gera hlutina á afmörkuðum svæðum.

Það er ekki okkar hagur að fá þessa ökumenn og bíla í kappakstur hér á götunum.
Þetta framtak hjá kvartmíluklúbbnum er til algjörrar fyrirmyndar, þá á að styðja til áframhaldandi uppbyggingar á æfingar og keppnisaðstöðu.