Mér finnst að enginn ætti að hafa titil. Þá þyrftum við ekki að hafa forsætisráðherra eða samgönguráðherra eða bara einhvern ráðherra sem hefur talað sig inn í starfið.
Mér finnst mjög merkilegt að hér skuli vera við völd maður sem brosir eingöngu í kosningaslag. Eða maður sem byggir göng og brýr fyrir sveitina sína og hótar hinum að verði þær ekki góðar þá fái þær ekki neitt. Ef að þessir menn hefðu ekki titil þá væri lífið okkar svo miklu einfaldara.
Hvaða "kick" ætli samgönguráðherra fái út úr því að hóta. Er það eina ánægjan úr lífinu sem hann fær? Hvað hefur hann út úr því að hóta (litlu íbúunum sem hafa engan titil) að ef við samþykkjum ekki hraðbraut yfir grænu garðana okkar og litlu húsin þá munu umferðarteppur halda áfram að vera daglegt brauð fyrir okkur. Ég skil þetta ekki, ég skil ekki afhverju hann hættir ekki og fer að lifa titillausu lífi eins og við hin. Það er svo einfalt líf. Ég hélt að hann hefði boðið sig fram til að vinna að málefnum okkar sem þjóðar því það voru jú við sem kusum.
Sundabraut mun aldrei verða að veruleika með þeim formerkjum sem hann vill. Því miður sér hann það ekki sjálfur og það er ósk mín að þeir sem fá titla hér í lok mánaðarins munu koma því til skila í kollinn á samgönguráðherra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli