mánudagur, febrúar 13, 2006

Flokkahjal

Merkilegt hvað Sjálfstæðismenn sjá rautt þegar talað er um Samfylkinguna. Þetta á ekki við þegar talað er um Vinstri-græna eða Framsókn. Fyrir mér eru Sjálfstæðismenn bara Sjálfstæðismenn og þeirra skoðanir á hlutunum eru svo sem fínar. Lífið er þannig að fólk hefur misjafnar skoðanir á hlutunum og þær ber að virða. Það er allt annað mál hvort maður sé sammála þeim skoðunum.

Ég held að ég geti staðsett mig til hægri í mörgum af þeim málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir. Það þýðir ekki endilega að ég sé sammála öllum þeim hlutum sem þeir hafa gert á síðastliðnum 12 árum, en að sjálfsögðu er heilmargt sem má alltaf bæta. Ég tel að það sé í hnotskurn munurinn á Samfylkingunni annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hinsvegar. Sjálfstæðismenn viðurkenna aldre mistök, þeir tala ekki um þá hluti sem þeir hafa gert með þeirri innri gagnrýni sem allir þurfa að hafa til að geta þróast. Tökum dæmi:Fjölmiðlafrumvarpið,Álverin,Írak og Öryrkjar.
Í öllum þessum málum hefur ekkert verið notað annað heldur en hroki og yfirgangur, svo mikið að fólki hefur blöskrað svo mikið að orðið bananalýðveldi fær nýja merkingu.
Það er ástæða fyrir því að maður hefur hvorki kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.

Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni eins og aðrir flokkar. Ákvarðanatökur hafa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig, Hringbrautarmálið var eitt allsherjar klúður og nýji spítalinn sem á að koma vekur upp spurningar.

Ég mun að sjálfsögðu skoða hvað Sjálfstæðismenn, Vinstri-Grænir, Framsókn og Samfylkingin hafa fram að bera í komandi kosningum. Eitt veit ég að öllu verður lofað, kannski meira en innistæða er fyrir.

Í gær eignaðist Samfylkingin þann leiðtoga sem Sjálfstæðismenn hafa dreymt um allt frá valdatíma Daviðs í borginni.

Hvernig munu þeir svara, með málefnalegri umræðu eða skítkasti?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já stundum stendur hnífurinn á ská í kúnni. Þú getur ekki annað en viðurkennt að svo kölluð Samfylking er samansafn fólks sem vill gjarnan kalla sig ?flokk?. Því miður fyrir þetta fólk þá er það nú bara svo að það er ekki hægt að sjá þetta fyrirbæri sem flokk. Samansafn af óháðum, flestir á báðum áttum, getur ekki leitt til annars en ófremdar ástands. Það að nokkrir kratar hafi villst af leið, tekið höndum saman við hóp kvenna getur bara ekki orðið að stjórnmálaflokki. Já það kanna að vera að margir jafnaðarmenn innan Sjálfstæðisflokksins sjái rautt þegar talið berst að þeirri ómynd sem svo kölluð Samfylking er. Nýjasta dæmið um ruglið þar á bæ er að selja fólki lóðir sem kosta raunverulega um það bil eina milljón á 10 milljónir!!!!!!!!!!!!!!!

Ég veit það og þú sennilega líka að árekstrum í Reykjavík hefur fjölgað síðan 1995 um nærri 100% þó eknir kílómetrar á sama tíma eru ekki nema 30% fleiri. Á ég að þegja þegar ég horfi yfir blóðidrifinn vígvöll umferðarinnar í borginni. 11 ár já Stefán 11 ár mannfórna á götum Reykjavíkur án þess að ?þitt fólk með þinn mann? í fararbroddi og LÆKNI að auki - svei Stefán já SVEI.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki viðbót, en það sést ekki að það hafi verið skrifað, þú ert ágætur Stefán.

Stefán sagði...

Já dýrt er það, vissulega eru 10 millur mikið fyrir lóð. Ég er alls ekki sammála því að lóðir eigi að vera gefins, en að sjálfsögðu er til millivegur í þessu eins og öllu öðru.

Ef við skoðum lóðir og byggingar á þeim þá er hægt að hugsa sér að allar lóðir sem munu fá annaðhvort verslunarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði eða íbúðir í blokkum (3hæðir +) séu afhentar með því skilyrði að undir húsnæðinu verði bílakjallari. Með því móti þá má fækka bílastæðum umtalsvert.

30% fleiri kílómetrar vs 100% fjölgun árekstra gefur ekki rétta mynd af ástandinu. Fjölgun árekstra er ekki það sama og fjölgun slysa. Nú þori ég hins vegar ekki að fara með þetta því ég þekki þessa hluti ekki það vel. En fyrst við erum byrjaðir þá er hægt að telja upp nokkra hluti sem má laga.

1. Gatnamót Kringlumýrabrautar / Miklubrautar. Þetta er stofnbraut að hluta og því ekki eingöngu R lista að kenna hvernig fór þar.

2. Hringbraut hin nýja, mesta klúður seinni ára en var framkvæmd vegna samkomulags borgar og ríkis sem gert var fyrir aldamörgum árum (á valdatíma Davíðs?).

3. Umferðareftirlit hefur versnað til muna á seinni árum, varla er nokkuð tekið á akstri yfir á rauðu ljósi, ölvunarakstri og hraðakstri.

Ef eitthvað er hægt að setja út á umferðarmál þá má byrja hjá þeim sem marka stefnu í þessum málum á Alþingi. Þeir bláu hafa verið við völd allt of lengi þar og þessi málaflokkur er aftarlega á merinni þar. Eina sem er hugsað um er að gera jarðgöng einhverstaðar út í rassagati.

Ég myndi því segja að óháðir væru betri kostur heldur en menn sem a) eru rasskelltir til hlýðni, b) menn sem hafa engan metnað og c) sem taka ákvarðanir sem þeir vita að eru rangar, eingöngu út af því að rök annara komast ekki að.

Nafnlaus sagði...

Já þá liggur það fyrir - einn fékk allar lóðirnar nema eina - svona er kommúsískasamfylkingin.