Sjálfstæðisflokkur mun ekki ná borginni í vor.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Framboðslisti þeirra er ekki nógu þéttur. Viljhjálmur er einfaldlega orðinn of gamall og engu skilað þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hver vill fá trúð eins og Gísli Marteinn er?
Málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört.Hversu margar setningar af þessum lista ætli verði óbreyttar fyrir þessar kosningar?
http://www.betriborg.is/stefnan/
Minni sértaklega á línur þar sem talað er um lækkun skatta, hafa skattar okkar lækkað í valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarmanna? NEI
Hvernig dettur fólki í hug að kjósa fólk sem skrifar svona :
http://www.betriborg.is/betriborg/greinar/?cat_id=18225&ew_0_a_id=183607
Talandi um lóðarbrask (tekið af rvk.is) :"
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti án mótatkvæða þann 19. janúar síðastliðinn útboðsskilmála vegna lóða í Úlfarsárdal. Það var fullnaðaratkvæðagreiðsla málsins samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa því haft tæpar þrjár vikur til að koma málinu á dagskrá borgarstjórnar. Það hafa þeir ekki gert fyrr en í dag, daginn eftir að útboð hófst.
Það er ábyrgðarlaus framganga af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sérkennilegt meðvitundarleysi um lýðræðislegan framgang mála á vettvangi borgarstjórnar að ætla að taka á dagskrá ákvörðun sem þegar er komin til framkvæmda."
Gjaldþrot Sjálfstæðismanna er algjört. Munum hvernig borgin var fyrir 12 árum, munum hvernig vinargreiðar og klíkuskapur réðu ferðum í borg okkar. Munum eftir sukki og hvernig var valtað yfir borgarbúa þegar ákveðið var að byggja Perluna og Ráðhúsið. Svoleiðis stjórn viljum við ekki fá aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
feitt smjör
Skrifa ummæli