Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar Reykjavíkurbúar fara á lóðerí. Allir aðrir verða fúlir heldur en þeir sem fenguð það. Þetta árið var drátturinn nokkuð dýr en var þó laus við þetta handahófskennda úrtak sem borgarbúar kvörtuðu yfir á síðasta ári. Mér finnst að borgaryfirvöld hafi farið alveg hárrétta leið núna. Alveg eins og í dýraríkinu þá eru það þeir sem sterkastir eru sem hreppa hnossið. Í hnotskurn kennir okkur þetta hvernig reglur verða til, og hvernig reglur hlaða utan á sig smá saman.
í Fyrra :
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
Öll vitum við hvernig þetta endaði, vegna vantrausts á tölvukerfi var ákveðið að drátturinn væri úr hatti. Merkilegt hvað lík númer komu upp úr honum!
Þetta árið.
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er dýr.
2. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
3. Einungis átti að vera hægt að fá það einu sinni.
Niðurstaðan þetta árið: Lýsir fólki nokkuð vel, það er alltaf einhver sem er til í að svindla á reglunum, finna sem smæstu smugur til að nýta sér og hlægja að öllum hinum.
Hér með er óskað eftir tillögum hvernig á að framkvæma næsta lóðerí. Gera'ða kannski eins og í Kópavogi?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Mjög gaman að taka eftirfarandi upptalningu úr samhengi:
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
.hmmmmmmmmmmmmmmmmm
:-)
Stefán, það er sama hvað þú segir núna, þú getur ekki á einneða neinn máta látið sAMFYLKINGUNA líta vel út. Reglur í svona málum eiga og verða að vera skýrar, þéttar (ergó ekki götóttar). Það er ekki hægt að ?kenna? einstakling um ónothæfar reglur, einstaklingi sem fer alveg eftir reglunum. Í þessu tilfelli voru reglurnar ónothæfar OG ÞÚ VEIST ÞAÐ!!! Ekki láta svona YKKUR er ekki viðbjargað. Þið eruð ónothæf til stjórnsýlsu.
Lóðarí í Kópavogi?? Var hann ekki kallaður Ópavogur í den?? Þar fengu einstaklingar ekki að gera það í friði fyrir nágrönnunum!!!!!!
Mér finnst það persónulega vera ömurlegt að það skuli alltaf vera svartur sauður í öllu sem gert er. Ég skil ekki fólk sem verður að fara í kring um reglur í hvert skipti sem það gerir eitthvað.
Ég verð að fá að lista upp nokkrar þéttar og góðar reglur hér.
1. Skattareglur.
2. Tollareglur.
3. Reglur frá Tryggingarstofnun.
Allt eru þetta reglur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tækifæri til að laga til lengur en mitt minni nær til, hver er árangurinn?
Hefur þú reynt að kanna hvernig reglur varðandi endurgreiðslur á tannviðgerðum hjá börunm eru?
Skemmtileg lesning það.
(Verð að skjóta)
Fá börnin okkar ókeypis Tannlækingar ? Svar = NEI
Smá frá tollinum "Tollahandbók I er 1045 síðna rafbók á pdf formi, hægt er að leita í bókinni auk þess sem í henni er fjöldinn allur af bókamerkjum og krækjum til hægðarauka fyrir notendur. "
1045 blaðsíður fyrir hvað!
Afhverju eru svona miklar reglur um allt sem okkur dettur í hug að gera, gæti það verið út af fólki eins og þeim sem "fór framhjá" reglunum í þessu lóðarúthlutun?
Þessum einstaklingi tókst sem sagt að bæta við fleiri reglum.
Skrifa ummæli