sunnudagur, apríl 23, 2006

20 ára fermingarafmæli

Fór í Sandgerði í gærkvöldi og hélt upp á 20 ára fermingarafmæli. Verð að segja að það var mjög skemmtilegt að hitta krakkana sem maður var með í 7,8 og 9 bekk og fermdist með. Það vill svo til að það eru ekki allir svo heppnir að þekkja fólkið sem það fermdist með. Ástæðan fyrir fermingarafmæli er ósköp einföld, það var ekki 9 (10) bekkur í Sandgerði á þessum tíma og hópurinn tvístraðist eftir 8 bekk.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu margir búa enn á svæðinu, nokkrir enn í Sandgerði og slatti í Reykjanesbæ (Keflavik og Njarðvík). All-flestir eru komnir með 2-3 börn og sumir að ferma sín fyrstu :)

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með góðu fólki, gaman að hitta það aftur og virkilega ánæjulegt að sjá hveru vel hefur heppnast til með þennan árgang :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll :)

Takk fyrir síðast! Gaman var að hitta alla misjafnt hve oft maður hittir fólkið þannig við sjáumst á næsta fermingarafmæli ;)

Kv. Fanney St. Sig.

Stefán sagði...

Ekki spurning :-)