miðvikudagur, apríl 05, 2006

Andri Snær

Er að lesa bókina hans þegar maður hefur tíma (hver er ekki að lesa bókina?)

Ágætis lesning sem vekur upp nokkrar spurningar, get ekki beðið eftir að komast að "feitu" köflunum í bókinni eins og mér er sagt að séu þar. Nokkuð góðir kaflanir um bændurna og hugmyndir.

Ætli sé hægt að setja hámarkslengd á Álver? Mér persónulega finnst 1 km. vera full langt.
Maður verður að ná að tengja þessa stærð við eitthvað sem maður þekkir til að átta sig á stærðinni, t.d. er jafn langt frá Írafossi að Ljósafossi og þetta álver í Reyðarfyrði er!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er þeirra skoðunar að stærra er betra. Hvað myndu bændur segja ef það væru 10 álver sem væru hvert um sig 100m að lengd dreifð um sveitina. kannski með radíus uppá 5Km á milli þeirra? Hvernig væri ef bændur mættu bara eiga 10 kýr? Þetta er spurning um hagræðingu. Allir vilja eignast peninga til að hafa það betra líka ég. Og kannski þú?

Stefán sagði...

Það er næstum því þannig að bændur fá ekki að eiga nema því sem þeim er úthlutað. Við skulum bara skella okkur við tækifæri austur og kíkja á ferlegheitin.

Kannski menn átti sig á hlutunum þá.

Nafnlaus sagði...

Það eina sem er skert til bænda það er styrkurinn sem þeir fá frá ríkinu. Sumir nota styrkinn og afrakstur ræktunarinnar til að stækka. En hinir til annars. Svo eru það reyndar kotbændur sem eiga erfitt. Það sannar að hagræðing er af hinu góða. En aftur á móti er það rétt að einhverstaðar verður að stoppa. Þar eru mörk skynseminnar sem eiga að ráða. Það er bara spurning hvort það er ég eða þú sem er skynsamari