Sá merkilegar umræður í Kastljósi í gærkvöldi, þar var verið að tala um Kvartmíluklúbbinn og æfingar sem þeir halda einu sinni í viku. Lía (Landsamband ísl. akstursíþróttamanna) frétti af því að Kastljós væri væntanlegt og lét því lögregluna vita af æfingunni sem stöðvaði hana.
Ágreiningur virðist vera um tryggingar.
Hvernig má það vera að forsvarsmenn þessara félaga geti ekki komið sér saman hvernig standa eigi að þessum hlutum? Hvaða smákóngapólitík kemur í veg fyrir að þeir sem "verða" að fá útrás fyrir sínar þarfir geti gert það á lokuðum svæðum. Það er þegar mjög erfitt að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá ráðamönnum okkar og því óþarft að vera að auka á vandræði þeirra sem vilja gera hlutina á afmörkuðum svæðum.
Það er ekki okkar hagur að fá þessa ökumenn og bíla í kappakstur hér á götunum.
Þetta framtak hjá kvartmíluklúbbnum er til algjörrar fyrirmyndar, þá á að styðja til áframhaldandi uppbyggingar á æfingar og keppnisaðstöðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég var að lesa þetta hjá þér. Áður en þú fagnar frábæru framtaki einhvers, væri þá ekki ágætt að kanna hvort slíkt framtak er í tak við íslensk lög?
tak=takt
Skrifa ummæli