Frumsýnt í Spaugstofunni.
Svei mér þá, held að þetta lag sé mun betra en mörg af þeim lögum sem voru í boði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Ég hef ekki enn skilið hvernig fólk semur fyrir þessa keppni, ætli menn detti i ákveðinn "Evróvisíón" gír þegar það semur.
Þó að þetta sé hallærislegt, þá er þetta ágætist skemmtun.
Munið bara hvaða hamingju Gleðibankinn færði okkur.
laugardagur, janúar 28, 2006
föstudagur, janúar 27, 2006
Vinnuvikan
Einkenndist af hálsbólgu. Það er ekki til leiðinlegri hlutur heldur en hálsbólga. Fínt að fá flensu eða magakveisu, maður er þó sæmilega veikur og yfirleitt þarf maður ekki að skammast sín fyrir að vera veikur heima.
Nei hálsbólga er ekki þannig. Hún lætur sér nægja að láta manni líða illa í hálsinum, ef maður er heppinn þá missir maður röddina og á kannski erfitt með að kyngja. Svona getur þetta gengið í marga daga án þess að nokkur breyting verði. Þessi veiki hefur einfaldlega verið fundin upp vísvitandi til að kvelja fólk pínkulítið.
Ég vil að sá sem fann upp þessa veiki verði fundinn og honum refsað!
Nei hálsbólga er ekki þannig. Hún lætur sér nægja að láta manni líða illa í hálsinum, ef maður er heppinn þá missir maður röddina og á kannski erfitt með að kyngja. Svona getur þetta gengið í marga daga án þess að nokkur breyting verði. Þessi veiki hefur einfaldlega verið fundin upp vísvitandi til að kvelja fólk pínkulítið.
Ég vil að sá sem fann upp þessa veiki verði fundinn og honum refsað!
Handbolti
Alltaf bölva ég sjálfum mér fyrir að horfa, alltaf á okkur að ganga vel á mótum og nær alltaf endar það illa.
Nema núna.
Sagði ég þetta nokkuð síðast líka?
Nema núna.
Sagði ég þetta nokkuð síðast líka?
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Kvörtun nr 1
Jæja það kom að því að fyrsta kvörtunin vegna þessa blogs hefur komið fram. Ég verð að viðurkenna að þetta tók örlítið lengri tíma en ég bjóst við. Ágætum vini þótti tenging á síðustu færslu yfir á annað blogg vera óviðunandi vegna efnisinnihalds þess.
Tekið hefur verið á móti kvörtunnunni, en vegna þess að hér er rekin óháð ritstjórastefna þá verður tengillinn að sjálfsögðu ekki tekinn.
Einnig má benda á að eigandi "trust this" bloggs ber enga ábyrgð á efni annara blogga.
:)
Tekið hefur verið á móti kvörtunnunni, en vegna þess að hér er rekin óháð ritstjórastefna þá verður tengillinn að sjálfsögðu ekki tekinn.
Einnig má benda á að eigandi "trust this" bloggs ber enga ábyrgð á efni annara blogga.
:)
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Blogg
Misjafnt er það sem liggur fyrir manni þegar skrifar um hitt og þetta. Stundum er maður alveg þurr og ekkert kemst upp úr kollinum en aðra daga er þetta ekkert mál.
Þessi "blogger" er mjög fókuseraður á það sem hann (hún) er að skrifa :)
http://www.sagaclass.blogspot.com/
Þessi "blogger" er mjög fókuseraður á það sem hann (hún) er að skrifa :)
http://www.sagaclass.blogspot.com/
sunnudagur, janúar 22, 2006
Malarnám
Heyrst hefur að nú eigi að grafa Ingólfsfjall niður að rótum. Hvernig stendur á því að á árinu 2006 skuli svona hugmyndir fái hljómgrunn hjá sveitarstjórnarmönnum á Íslandi. Að vísu má ég ekki taka of mikið upp í mig varðandi þessa menn því þeir eru jú bara nokkrir sem búa í Sveitarfélaginu Ölfus.
Þessi umræða hefur ekki farið hátt því erfitt er að verja eitthvað sem þegar er skemmt. Málið er nokkuð flókið og íbúar sem búa í nágrenni fjallsins virðast lítið geta gert. Ingólfsfjall liggur nokkuð vel við þegar talað er um malarnám. Það kostar því mun meira að ná í efni því lengra sem þarf að ná í það, svo óheppilega vill til að Ingólfsfjall er eiginlega of nálægt til að verktakar geti horft fram hjá því sem kost til efnistöku. Þeir verða að horfa í aurinn því yfirleitt eru tilboð ekki yfir kostnaðaráætlun í verktakabransanum.
Ég hef sjálfur búið í Búrfelli og í Soginu og hef því marg oft keyrt hjá þessu fallega fjalli. Ég skil að árið 1700 og súrkál hafi menn tekið þá ákvörðun að malarnám skuli leyft þarna. Þeir vissu ekki betur. Árið 2006 horfa málin einfaldlega öðruvísi við, fólk er sem betur fer byrjað að hafa skoðanir á hlutunum og kann líka að koma þeim á framfæri.
Mér líður ekki sérstaklega vel að hugsa til allra þeirra ferðamanna (innlendra og erlendra) sem eiga leið fram hjá þessu rosalegu sári á íslenskri náttúru. Ekki líður sjálfum mér vel þegar ég skoða sárið í hvert skipti sem ég keyri þar framhjá. Nóg hefur verið bölfað í hljóði.
Ég krefst þess sem borgari þessa lands að malarnám eða hugmyndir að malarnámi við Ingólfsfjall verði stöðvaðar nú þegar. Náttúra okkar eru almannahagsmunir okkar allra.
Til að gefa sveitarstjórnarmönnum í Ölfus forsmekkinn af því sem þeir leggja til, þá langar mig til að bjóða öllum þeim sem þykir vænt um landið okkar að fara heim til þessara manna og moka upp garðinn heima hjá þeim.
Þessi umræða hefur ekki farið hátt því erfitt er að verja eitthvað sem þegar er skemmt. Málið er nokkuð flókið og íbúar sem búa í nágrenni fjallsins virðast lítið geta gert. Ingólfsfjall liggur nokkuð vel við þegar talað er um malarnám. Það kostar því mun meira að ná í efni því lengra sem þarf að ná í það, svo óheppilega vill til að Ingólfsfjall er eiginlega of nálægt til að verktakar geti horft fram hjá því sem kost til efnistöku. Þeir verða að horfa í aurinn því yfirleitt eru tilboð ekki yfir kostnaðaráætlun í verktakabransanum.
Ég hef sjálfur búið í Búrfelli og í Soginu og hef því marg oft keyrt hjá þessu fallega fjalli. Ég skil að árið 1700 og súrkál hafi menn tekið þá ákvörðun að malarnám skuli leyft þarna. Þeir vissu ekki betur. Árið 2006 horfa málin einfaldlega öðruvísi við, fólk er sem betur fer byrjað að hafa skoðanir á hlutunum og kann líka að koma þeim á framfæri.
Mér líður ekki sérstaklega vel að hugsa til allra þeirra ferðamanna (innlendra og erlendra) sem eiga leið fram hjá þessu rosalegu sári á íslenskri náttúru. Ekki líður sjálfum mér vel þegar ég skoða sárið í hvert skipti sem ég keyri þar framhjá. Nóg hefur verið bölfað í hljóði.
Ég krefst þess sem borgari þessa lands að malarnám eða hugmyndir að malarnámi við Ingólfsfjall verði stöðvaðar nú þegar. Náttúra okkar eru almannahagsmunir okkar allra.
Til að gefa sveitarstjórnarmönnum í Ölfus forsmekkinn af því sem þeir leggja til, þá langar mig til að bjóða öllum þeim sem þykir vænt um landið okkar að fara heim til þessara manna og moka upp garðinn heima hjá þeim.
laugardagur, janúar 21, 2006
1milljon.is
Frumlegheitin eru svakaleg þarna. Það er búið að gera þetta á milliondollarhomepage.com og þar var þetta náttúrulega svalt.
Afhverju ekki að kalla þetta 100milljóntrilljónkrónasíðan? Það hljómar allavegana betur heldur en 1milljon.is
Þeir félagar eiga það skilið að komast í kastljósið fyrir frumlegheitin.
Afhverju ekki að kalla þetta 100milljóntrilljónkrónasíðan? Það hljómar allavegana betur heldur en 1milljon.is
Þeir félagar eiga það skilið að komast í kastljósið fyrir frumlegheitin.
föstudagur, janúar 20, 2006
Frá hugmynd að hugmynd
Pínku vinnutengt núna.
Socket server er þjónn sem tekur á móti skilaboðum frá ökuritum sem eru í notkun út um allan bæ. Hvernig býr maður til svoleiðis græju þannig að not séu af.
1. Hann þarf að geta tekið á móti skilaboðum.
2. Hann þarf að geta skilgreint hvernig tæki er að senda skilaboðin.
3. Hann þarf að vista þau þannig að hægt sé að vinna úr þeim bæði í gagnagrunn og sem skrár.
4. Hann þarf að vita hvenar tækin eru ekki að virka rétt og getað slitið tengingunni þegar á þarf að halda.
Ok þetta eru grunnþarfinar fyrir socket server, og núverandi útgáfa virkar fínt sem slík.
Hugmynd : Gagnvirkur socket server.
Þarna koma inn þarfinar að við þurfum jú að geta séð hvað er að gerast á bak við tjöldin.
t.d.
Hversu mörg tæki eru tengd.
Hversu mörg eru ekki í akstri (tímatengt)
Hversu mörg eru offline ogsfr.
Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að geta sent fyrirspurnir á tækin í gegn um scoket serverinn og fengið svar :)
Hugmynd: Fyrirspurnir og svör geymd í gagnagrunni.
Hér athugar Socket Server á einhverju tímabili hvort nýjar skipanir hafi komið í grunninn til að senda út.
GUI forrit notar SQL grunninn til að fá uppl um hvaða tæki eru tengd og hvaða ekki.
hér þarf GUI forritið líka að athuga á einhverju milibili hvort ný tæki hafi tengst, einhver aftengst og hvort ný svör hafi komið frá tækum.
Hugmynd: Socket server sem hlustar á tvö port, eitt fyrir tækin og annað fyrir GUI forrit.
Miklu sniðugri lausn en þessi með gagnagrunninn (þó hann verði notaður áfram til að geyma fyrir gagnasöfunun)
Hér látum við einfaldlega serverinn senda á annað portið þegar eitthvað gerist í hinu :)
t.d. Tæki tengist, fáum login info frá því og vistum info, loopum svo í gegn um GUI tengingarnar til að senda skilaboð að nýtt tæki hafi tengst.
bara brill, nú er bara að vona að hugmyndin virki :)
Socket server er þjónn sem tekur á móti skilaboðum frá ökuritum sem eru í notkun út um allan bæ. Hvernig býr maður til svoleiðis græju þannig að not séu af.
1. Hann þarf að geta tekið á móti skilaboðum.
2. Hann þarf að geta skilgreint hvernig tæki er að senda skilaboðin.
3. Hann þarf að vista þau þannig að hægt sé að vinna úr þeim bæði í gagnagrunn og sem skrár.
4. Hann þarf að vita hvenar tækin eru ekki að virka rétt og getað slitið tengingunni þegar á þarf að halda.
Ok þetta eru grunnþarfinar fyrir socket server, og núverandi útgáfa virkar fínt sem slík.
Hugmynd : Gagnvirkur socket server.
Þarna koma inn þarfinar að við þurfum jú að geta séð hvað er að gerast á bak við tjöldin.
t.d.
Hversu mörg tæki eru tengd.
Hversu mörg eru ekki í akstri (tímatengt)
Hversu mörg eru offline ogsfr.
Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að geta sent fyrirspurnir á tækin í gegn um scoket serverinn og fengið svar :)
Hugmynd: Fyrirspurnir og svör geymd í gagnagrunni.
Hér athugar Socket Server á einhverju tímabili hvort nýjar skipanir hafi komið í grunninn til að senda út.
GUI forrit notar SQL grunninn til að fá uppl um hvaða tæki eru tengd og hvaða ekki.
hér þarf GUI forritið líka að athuga á einhverju milibili hvort ný tæki hafi tengst, einhver aftengst og hvort ný svör hafi komið frá tækum.
Hugmynd: Socket server sem hlustar á tvö port, eitt fyrir tækin og annað fyrir GUI forrit.
Miklu sniðugri lausn en þessi með gagnagrunninn (þó hann verði notaður áfram til að geyma fyrir gagnasöfunun)
Hér látum við einfaldlega serverinn senda á annað portið þegar eitthvað gerist í hinu :)
t.d. Tæki tengist, fáum login info frá því og vistum info, loopum svo í gegn um GUI tengingarnar til að senda skilaboð að nýtt tæki hafi tengst.
bara brill, nú er bara að vona að hugmyndin virki :)
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Ólag í orðabók mbl
"Ólag var á netþjónustu Símans í morgun og áttu notendur í vandræðum með að tengjast alheimsnetinu. Upplýsingafulltrúi Símans, Eva Magnúsdóttir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að bilun hefði komið upp í svokallaðri auðkenniþjónustu þ.e. sá hluti kerfisins sem auðkennir notendur og gerir þeim kleyft að fá aðgang að netinu. Netþjónustan var komin í samt lag upp úr klukkan tíu."
Tekið af mbl.is 18.01.2006
Vá maður hver skrifaði þetta?
Tekið af mbl.is 18.01.2006
Vá maður hver skrifaði þetta?
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Símahrós
Kúdos til Símanns fyrir að búa til svona líka flotta þjónustu sem heitir adslTV :)
Eitt sem ég tók eftir og það er verðlagningin á þjónustunni, merkilegt að hún skuli bara vera hófleg, kannski að það sé út af samkeppninni ?
Þakka þér Síminn fyrir að bjóða mér upp á Fashion TV.
Eitt sem ég tók eftir og það er verðlagningin á þjónustunni, merkilegt að hún skuli bara vera hófleg, kannski að það sé út af samkeppninni ?
Þakka þér Síminn fyrir að bjóða mér upp á Fashion TV.
mánudagur, janúar 09, 2006
Makka notendur
Þeir eru yndislegir, alveg ótrúlegir og samkvæmir sjálfum sér (hafa alltaf verið það).
Það að þurfa sannfæra sjálfan sig að það sé betra að nota makka en pc hýtur að gefa skýrar línur um að makkinn sé einfaldlega verri vara. Þetta kemur fram í nokkrum myndum : það er gert grín að "hinu" stýrikerfinu, allt er haft dýrara svo varan virðist vera betri og svo að sjálfsögðu er varan höfð hvít því það er jú litur hreinleikans er það ekki.
Því fyrr sem þeir átta sig á því að þeir hafa verið leiddir villu vegar því betra, þetta hlýtur að vera mesta rippoff allra tíma.
eitt dæmi :
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_1.mov
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_2.mov
Það að þurfa sannfæra sjálfan sig að það sé betra að nota makka en pc hýtur að gefa skýrar línur um að makkinn sé einfaldlega verri vara. Þetta kemur fram í nokkrum myndum : það er gert grín að "hinu" stýrikerfinu, allt er haft dýrara svo varan virðist vera betri og svo að sjálfsögðu er varan höfð hvít því það er jú litur hreinleikans er það ekki.
Því fyrr sem þeir átta sig á því að þeir hafa verið leiddir villu vegar því betra, þetta hlýtur að vera mesta rippoff allra tíma.
eitt dæmi :
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_1.mov
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_2.mov
sunnudagur, janúar 08, 2006
Long Way Round
Hann Tóti vinnufélagi benti mér á að kíkja á þessa þætti.
Þeir Ewan McGregor og Charley Boorman fara í hringferð um hnöttinn á mótorhjólum og þetta eru heimildarþættir um þá ferð. Búinn að horfa á fyrstu þrjá þættina af sjö og get varla beðið eftir því að fá að klára þetta. Ótrúlega skemmtilegir gæjar.
http://www.imdb.com/title/tt0403778/
Þeir Ewan McGregor og Charley Boorman fara í hringferð um hnöttinn á mótorhjólum og þetta eru heimildarþættir um þá ferð. Búinn að horfa á fyrstu þrjá þættina af sjö og get varla beðið eftir því að fá að klára þetta. Ótrúlega skemmtilegir gæjar.
http://www.imdb.com/title/tt0403778/
Aumkunarvert
Sá auglýsingu frá Framskóknarflokknum í blöðunum í gær. Því miður þá verð ég að segja að ég vorkenni þessu fólki að hafa látið þetta fara frá sér. Hverju voru þau að reyna að koma á framfæri sem samfærir okkur hin að þau hafa gert eitthvað síðastliðin ár eða hvaða samvisku var verið að hvítþvo? Ég er á því að stjórnmálaflokkar þurfi ekki að birta svona lista. Þeir eiga einfaldlega að koma einhverju í verk í stað þess að telja upp það sem þau hafa verið að vinna að síðastliðin ár. Tala nú ekki um upptalninguna sjálfa, það mætti hafa hana með í næsta skaupi.
Held að bændaflokkurinn blessaði ætti að leggja sjálfan sig niður.
Held að bændaflokkurinn blessaði ætti að leggja sjálfan sig niður.
föstudagur, janúar 06, 2006
Vont veður
Vona að það verði rafmagnslaust í kvöld. Þá er hægt að hugga sig við að það var hvort sem er ekki hægt að fara á brennu.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Náttúrulaus
Það hlýtur að vera martröð hvers karlmanns að verða náttúrulaus. Maður hefur af þessu mjög miklar áhyggjur og er búinn að missa svefn margar nætur við að hafa hrikalegar hugsanir þessu máli tengdu. Hvað gerist eiginlega þegar maður verður náttúrulaus? Er hægt að fá hana aftur? Kannski er þetta bara eins og "klipp klipp" á leiðslurnar þegar maður er búinn að eignast sinn fjölda af afkvæmum. Ekki veit ég rétta svarið við þessu erfiða máli, veit varla hvort ég sé tilbúinn í að gera mig náttúrulausan strax. Hvað ætli það kosti, er mikill biðtími, fær maður áfallahjálp þegar aðgerðinni lýkur?
Þetta er eiginlega svona metingur og minnir mig á góðar stundir þegar maður var að þræta við félagana hvort pabbi minn væri sterkari en þinn. Það er kannski hægt að yfirfæra þessa hugsun og segja að ég hafi miklu meiri náttúru en þú. Eða vera bara vondur og gera "haha þú ert náttúrulaus, haha þú ert náttúrulaus". Mikið langar mig til að prófa það, kannski væri það betra að fara æfa sjálfsvarnaríþróttir fyrst áður en maður fer í svoleiðis leikfimi.
Til hvers að hafa mikla náttúru, maður notar hana ekkert svo mikið. Hugsið ykkur bara hvað það væri dýrt ef maður færi virkilega af stað og eignaðist alveg fullt af börnum, heilan helling. Er ekki frábært að eiga þessa yndislegu náttúru að og geta notið hennar þegar á þarf að halda.
Ekki hef ég áhuga á því að verða náttúrulaus.
http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4290&uID=22
Þetta er eiginlega svona metingur og minnir mig á góðar stundir þegar maður var að þræta við félagana hvort pabbi minn væri sterkari en þinn. Það er kannski hægt að yfirfæra þessa hugsun og segja að ég hafi miklu meiri náttúru en þú. Eða vera bara vondur og gera "haha þú ert náttúrulaus, haha þú ert náttúrulaus". Mikið langar mig til að prófa það, kannski væri það betra að fara æfa sjálfsvarnaríþróttir fyrst áður en maður fer í svoleiðis leikfimi.
Til hvers að hafa mikla náttúru, maður notar hana ekkert svo mikið. Hugsið ykkur bara hvað það væri dýrt ef maður færi virkilega af stað og eignaðist alveg fullt af börnum, heilan helling. Er ekki frábært að eiga þessa yndislegu náttúru að og geta notið hennar þegar á þarf að halda.
Ekki hef ég áhuga á því að verða náttúrulaus.
http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4290&uID=22
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Körfubolti
Fór og horfði á bræður mína spila í drengjaflokki (FSU) við ÍR. Var nokkuð góð skemmtun og gaman að fá að sjá þá tvo spila saman. Merkilegt að sjá að þeir skoruðu einungis úr 8 af 33 vítum sem þeir fengu :) Að sjálfsögðu tóku þeir þennan leik.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)