Það hlýtur að vera martröð hvers karlmanns að verða náttúrulaus. Maður hefur af þessu mjög miklar áhyggjur og er búinn að missa svefn margar nætur við að hafa hrikalegar hugsanir þessu máli tengdu. Hvað gerist eiginlega þegar maður verður náttúrulaus? Er hægt að fá hana aftur? Kannski er þetta bara eins og "klipp klipp" á leiðslurnar þegar maður er búinn að eignast sinn fjölda af afkvæmum. Ekki veit ég rétta svarið við þessu erfiða máli, veit varla hvort ég sé tilbúinn í að gera mig náttúrulausan strax. Hvað ætli það kosti, er mikill biðtími, fær maður áfallahjálp þegar aðgerðinni lýkur?
Þetta er eiginlega svona metingur og minnir mig á góðar stundir þegar maður var að þræta við félagana hvort pabbi minn væri sterkari en þinn. Það er kannski hægt að yfirfæra þessa hugsun og segja að ég hafi miklu meiri náttúru en þú. Eða vera bara vondur og gera "haha þú ert náttúrulaus, haha þú ert náttúrulaus". Mikið langar mig til að prófa það, kannski væri það betra að fara æfa sjálfsvarnaríþróttir fyrst áður en maður fer í svoleiðis leikfimi.
Til hvers að hafa mikla náttúru, maður notar hana ekkert svo mikið. Hugsið ykkur bara hvað það væri dýrt ef maður færi virkilega af stað og eignaðist alveg fullt af börnum, heilan helling. Er ekki frábært að eiga þessa yndislegu náttúru að og geta notið hennar þegar á þarf að halda.
Ekki hef ég áhuga á því að verða náttúrulaus.
http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4290&uID=22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
varla ert þú að ýhuga að fara í klipp klipp aðgerð...:S
Þig langar sem sagt ekki í fleiri börn eða ... ??
Þetta kannast ég ekki við. Spurðu Ellu bara.
Skrifa ummæli