fimmtudagur, janúar 26, 2006

Kvörtun nr 1

Jæja það kom að því að fyrsta kvörtunin vegna þessa blogs hefur komið fram. Ég verð að viðurkenna að þetta tók örlítið lengri tíma en ég bjóst við. Ágætum vini þótti tenging á síðustu færslu yfir á annað blogg vera óviðunandi vegna efnisinnihalds þess.

Tekið hefur verið á móti kvörtunnunni, en vegna þess að hér er rekin óháð ritstjórastefna þá verður tengillinn að sjálfsögðu ekki tekinn.
Einnig má benda á að eigandi "trust this" bloggs ber enga ábyrgð á efni annara blogga.


:)

Engin ummæli: