föstudagur, janúar 20, 2006

Frá hugmynd að hugmynd

Pínku vinnutengt núna.

Socket server er þjónn sem tekur á móti skilaboðum frá ökuritum sem eru í notkun út um allan bæ. Hvernig býr maður til svoleiðis græju þannig að not séu af.

1. Hann þarf að geta tekið á móti skilaboðum.
2. Hann þarf að geta skilgreint hvernig tæki er að senda skilaboðin.
3. Hann þarf að vista þau þannig að hægt sé að vinna úr þeim bæði í gagnagrunn og sem skrár.
4. Hann þarf að vita hvenar tækin eru ekki að virka rétt og getað slitið tengingunni þegar á þarf að halda.

Ok þetta eru grunnþarfinar fyrir socket server, og núverandi útgáfa virkar fínt sem slík.

Hugmynd : Gagnvirkur socket server.

Þarna koma inn þarfinar að við þurfum jú að geta séð hvað er að gerast á bak við tjöldin.
t.d.
Hversu mörg tæki eru tengd.
Hversu mörg eru ekki í akstri (tímatengt)
Hversu mörg eru offline ogsfr.

Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að geta sent fyrirspurnir á tækin í gegn um scoket serverinn og fengið svar :)

Hugmynd: Fyrirspurnir og svör geymd í gagnagrunni.
Hér athugar Socket Server á einhverju tímabili hvort nýjar skipanir hafi komið í grunninn til að senda út.

GUI forrit notar SQL grunninn til að fá uppl um hvaða tæki eru tengd og hvaða ekki.
hér þarf GUI forritið líka að athuga á einhverju milibili hvort ný tæki hafi tengst, einhver aftengst og hvort ný svör hafi komið frá tækum.

Hugmynd: Socket server sem hlustar á tvö port, eitt fyrir tækin og annað fyrir GUI forrit.

Miklu sniðugri lausn en þessi með gagnagrunninn (þó hann verði notaður áfram til að geyma fyrir gagnasöfunun)

Hér látum við einfaldlega serverinn senda á annað portið þegar eitthvað gerist í hinu :)

t.d. Tæki tengist, fáum login info frá því og vistum info, loopum svo í gegn um GUI tengingarnar til að senda skilaboð að nýtt tæki hafi tengst.

bara brill, nú er bara að vona að hugmyndin virki :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða tal er þetta um socket server... eins og það c eitthvað spes ... eru ekki allar net þjónustur socket serverar ... þeas þær nota allar socket...

Stefán sagði...

Jú allir bílar hafa dekk. Sumir komast bara áfram og aðrir afturábak.

Kannski vitlaust að kalla þetta "socket server"

Eða bara vera tala um þetta yfirleitt :)