Heyrst hefur að nú eigi að grafa Ingólfsfjall niður að rótum. Hvernig stendur á því að á árinu 2006 skuli svona hugmyndir fái hljómgrunn hjá sveitarstjórnarmönnum á Íslandi. Að vísu má ég ekki taka of mikið upp í mig varðandi þessa menn því þeir eru jú bara nokkrir sem búa í Sveitarfélaginu Ölfus.
Þessi umræða hefur ekki farið hátt því erfitt er að verja eitthvað sem þegar er skemmt. Málið er nokkuð flókið og íbúar sem búa í nágrenni fjallsins virðast lítið geta gert. Ingólfsfjall liggur nokkuð vel við þegar talað er um malarnám. Það kostar því mun meira að ná í efni því lengra sem þarf að ná í það, svo óheppilega vill til að Ingólfsfjall er eiginlega of nálægt til að verktakar geti horft fram hjá því sem kost til efnistöku. Þeir verða að horfa í aurinn því yfirleitt eru tilboð ekki yfir kostnaðaráætlun í verktakabransanum.
Ég hef sjálfur búið í Búrfelli og í Soginu og hef því marg oft keyrt hjá þessu fallega fjalli. Ég skil að árið 1700 og súrkál hafi menn tekið þá ákvörðun að malarnám skuli leyft þarna. Þeir vissu ekki betur. Árið 2006 horfa málin einfaldlega öðruvísi við, fólk er sem betur fer byrjað að hafa skoðanir á hlutunum og kann líka að koma þeim á framfæri.
Mér líður ekki sérstaklega vel að hugsa til allra þeirra ferðamanna (innlendra og erlendra) sem eiga leið fram hjá þessu rosalegu sári á íslenskri náttúru. Ekki líður sjálfum mér vel þegar ég skoða sárið í hvert skipti sem ég keyri þar framhjá. Nóg hefur verið bölfað í hljóði.
Ég krefst þess sem borgari þessa lands að malarnám eða hugmyndir að malarnámi við Ingólfsfjall verði stöðvaðar nú þegar. Náttúra okkar eru almannahagsmunir okkar allra.
Til að gefa sveitarstjórnarmönnum í Ölfus forsmekkinn af því sem þeir leggja til, þá langar mig til að bjóða öllum þeim sem þykir vænt um landið okkar að fara heim til þessara manna og moka upp garðinn heima hjá þeim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ef efnið úr fjallinu fer í að fylla skurði meðfram vegum í Árnessýslu þá má þetta fjall mín vegna hverfa.
Nákvæmlega það sama og vitleysingarnir segja í Þorlákshöfn.
Er ég þá vitleysingurinn í 101? :)
Það ætla ég að vona ekki :)
Það er sorglegt að sjá hvernig farið hefur verið með náttúruna þarna. Ég veit ekki betur en að það séu nokkuð ströng skilyrði sett í dag ef gefa á leyfi fyrir malarnámi. Kannski er betra að fjallið hverfi heldur en að hafa það svona :)
Skrifa ummæli