Einkenndist af hálsbólgu. Það er ekki til leiðinlegri hlutur heldur en hálsbólga. Fínt að fá flensu eða magakveisu, maður er þó sæmilega veikur og yfirleitt þarf maður ekki að skammast sín fyrir að vera veikur heima.
Nei hálsbólga er ekki þannig. Hún lætur sér nægja að láta manni líða illa í hálsinum, ef maður er heppinn þá missir maður röddina og á kannski erfitt með að kyngja. Svona getur þetta gengið í marga daga án þess að nokkur breyting verði. Þessi veiki hefur einfaldlega verið fundin upp vísvitandi til að kvelja fólk pínkulítið.
Ég vil að sá sem fann upp þessa veiki verði fundinn og honum refsað!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli