Gaman að prófa.
föstudagur, ágúst 18, 2006
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Hraðakstur dauðans
Til hvers í ósköpunum?
Í gærkveldi missti ég bekkjarbróður minn.
Þrjú börn misstu föður sinn.
Konan missti manninn sinn.
Móðir missti barnið sitt.
Strákur á 18. aldursári eyðilagði lífið sitt og sló með sveðjunni mörg önnur á ofsahraða.
Ég krefst þess að svona komi ekki fyrir aftur.
Í gærkveldi missti ég bekkjarbróður minn.
Þrjú börn misstu föður sinn.
Konan missti manninn sinn.
Móðir missti barnið sitt.
Strákur á 18. aldursári eyðilagði lífið sitt og sló með sveðjunni mörg önnur á ofsahraða.
Ég krefst þess að svona komi ekki fyrir aftur.
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
sunnudagur, júlí 02, 2006
fimmtudagur, júní 22, 2006
mánudagur, júní 19, 2006
Sumarfrí og annir
Jæja það kom að því að maður væri næstum búinn að gefast upp á þessu bloggi, maður verður að fá hrós fyrir þá hörku að halda aftur af sér í einn mánuð eða svo í skrifum. Svona eru þessi sumur að þau virðast draga mann frá lyklaborðinu og tíminn fer í eitthvað allt annað heldur en að sitja við og skrifa.
Það er ekki laust við að niðurstaða kosninga hafi valdið manni nokkrum vonbrigðum, held að fullt af fólki hafi orðið fyrir því líka að verða vonsvikið með úrslitin. Ég verð bara að vona að sem minnstur skaði verði á okkar annars ágætu borg næstu fjögur árin, ef meirihlutinn nær að halda svo lengi.
Ég er orðinn mjög spenntur að skella mér og horfa á guttann minn spila á Skagamótinu næstkomandi helgi. Þetta verður ábyggilega mikið fjör og ekki slæmt að vera í góðum hópi Þróttara sem áhorfandi.
Maður fær svo mikla ánægju af að sjá þessi kríli spila fótbolta allan daginn, ótrúleg orka sem þau hafa. Mögulega bætist við í bikarasafn þeirra eftir þetta mót, það væri þá bónus á allt annað :)
Það er ekki laust við að niðurstaða kosninga hafi valdið manni nokkrum vonbrigðum, held að fullt af fólki hafi orðið fyrir því líka að verða vonsvikið með úrslitin. Ég verð bara að vona að sem minnstur skaði verði á okkar annars ágætu borg næstu fjögur árin, ef meirihlutinn nær að halda svo lengi.
Ég er orðinn mjög spenntur að skella mér og horfa á guttann minn spila á Skagamótinu næstkomandi helgi. Þetta verður ábyggilega mikið fjör og ekki slæmt að vera í góðum hópi Þróttara sem áhorfandi.
Maður fær svo mikla ánægju af að sjá þessi kríli spila fótbolta allan daginn, ótrúleg orka sem þau hafa. Mögulega bætist við í bikarasafn þeirra eftir þetta mót, það væri þá bónus á allt annað :)
þriðjudagur, maí 23, 2006
Útburður
Mér finnst merkilegt að það sé hægt að "henda" fólki út og skilja búslóðina eftir fyrir utan bílskúr með plasti yfir. Svo vill maður vera góður borgari og hringir í Lögregluna, "því miður þá gerum við ekkert í málinu fyrr en við höfum fengið kæru". Gott svar er það ekki?
Er landið okkar virkilega orðið þannig að það sé hægt að kasta fólki út, jafnvel án þeirrar vitundar, láta búslóðina vera undir berum himni og það er ekkert hægt að gera í því.
Ef fólk vill sjá þetta, þá er hægt að skoða búslóðina með eigin augum að Hlunnavogi 9, 104 rvk.
Er landið okkar virkilega orðið þannig að það sé hægt að kasta fólki út, jafnvel án þeirrar vitundar, láta búslóðina vera undir berum himni og það er ekkert hægt að gera í því.
Ef fólk vill sjá þetta, þá er hægt að skoða búslóðina með eigin augum að Hlunnavogi 9, 104 rvk.
Enginn titill
Mér finnst að enginn ætti að hafa titil. Þá þyrftum við ekki að hafa forsætisráðherra eða samgönguráðherra eða bara einhvern ráðherra sem hefur talað sig inn í starfið.
Mér finnst mjög merkilegt að hér skuli vera við völd maður sem brosir eingöngu í kosningaslag. Eða maður sem byggir göng og brýr fyrir sveitina sína og hótar hinum að verði þær ekki góðar þá fái þær ekki neitt. Ef að þessir menn hefðu ekki titil þá væri lífið okkar svo miklu einfaldara.
Hvaða "kick" ætli samgönguráðherra fái út úr því að hóta. Er það eina ánægjan úr lífinu sem hann fær? Hvað hefur hann út úr því að hóta (litlu íbúunum sem hafa engan titil) að ef við samþykkjum ekki hraðbraut yfir grænu garðana okkar og litlu húsin þá munu umferðarteppur halda áfram að vera daglegt brauð fyrir okkur. Ég skil þetta ekki, ég skil ekki afhverju hann hættir ekki og fer að lifa titillausu lífi eins og við hin. Það er svo einfalt líf. Ég hélt að hann hefði boðið sig fram til að vinna að málefnum okkar sem þjóðar því það voru jú við sem kusum.
Sundabraut mun aldrei verða að veruleika með þeim formerkjum sem hann vill. Því miður sér hann það ekki sjálfur og það er ósk mín að þeir sem fá titla hér í lok mánaðarins munu koma því til skila í kollinn á samgönguráðherra.
Mér finnst mjög merkilegt að hér skuli vera við völd maður sem brosir eingöngu í kosningaslag. Eða maður sem byggir göng og brýr fyrir sveitina sína og hótar hinum að verði þær ekki góðar þá fái þær ekki neitt. Ef að þessir menn hefðu ekki titil þá væri lífið okkar svo miklu einfaldara.
Hvaða "kick" ætli samgönguráðherra fái út úr því að hóta. Er það eina ánægjan úr lífinu sem hann fær? Hvað hefur hann út úr því að hóta (litlu íbúunum sem hafa engan titil) að ef við samþykkjum ekki hraðbraut yfir grænu garðana okkar og litlu húsin þá munu umferðarteppur halda áfram að vera daglegt brauð fyrir okkur. Ég skil þetta ekki, ég skil ekki afhverju hann hættir ekki og fer að lifa titillausu lífi eins og við hin. Það er svo einfalt líf. Ég hélt að hann hefði boðið sig fram til að vinna að málefnum okkar sem þjóðar því það voru jú við sem kusum.
Sundabraut mun aldrei verða að veruleika með þeim formerkjum sem hann vill. Því miður sér hann það ekki sjálfur og það er ósk mín að þeir sem fá titla hér í lok mánaðarins munu koma því til skila í kollinn á samgönguráðherra.
föstudagur, maí 05, 2006
Nálastungur
Fór í fyrsta skipti í nálastungumeðferð í dag. Það var nokkuð merkileg upplifiun að finna fiðring í kringum nálina þegar hún var færð örlítið til eftir stunguna.
En það verður spennandi að sjá hvort þetta muni hjálpa til við meðferðina við beinhimnubólguna.
Sjúkraþjálfarinn er að prófa sig áfram með nálastungur og þessa meðferð og ég fékk að vera svo heppinn að vera fyrstur :)
En það verður spennandi að sjá hvort þetta muni hjálpa til við meðferðina við beinhimnubólguna.
Sjúkraþjálfarinn er að prófa sig áfram með nálastungur og þessa meðferð og ég fékk að vera svo heppinn að vera fyrstur :)
mánudagur, maí 01, 2006
Hraðakstur og Kastljós
Sá merkilegar umræður í Kastljósi í gærkvöldi, þar var verið að tala um Kvartmíluklúbbinn og æfingar sem þeir halda einu sinni í viku. Lía (Landsamband ísl. akstursíþróttamanna) frétti af því að Kastljós væri væntanlegt og lét því lögregluna vita af æfingunni sem stöðvaði hana.
Ágreiningur virðist vera um tryggingar.
Hvernig má það vera að forsvarsmenn þessara félaga geti ekki komið sér saman hvernig standa eigi að þessum hlutum? Hvaða smákóngapólitík kemur í veg fyrir að þeir sem "verða" að fá útrás fyrir sínar þarfir geti gert það á lokuðum svæðum. Það er þegar mjög erfitt að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá ráðamönnum okkar og því óþarft að vera að auka á vandræði þeirra sem vilja gera hlutina á afmörkuðum svæðum.
Það er ekki okkar hagur að fá þessa ökumenn og bíla í kappakstur hér á götunum.
Þetta framtak hjá kvartmíluklúbbnum er til algjörrar fyrirmyndar, þá á að styðja til áframhaldandi uppbyggingar á æfingar og keppnisaðstöðu.
Ágreiningur virðist vera um tryggingar.
Hvernig má það vera að forsvarsmenn þessara félaga geti ekki komið sér saman hvernig standa eigi að þessum hlutum? Hvaða smákóngapólitík kemur í veg fyrir að þeir sem "verða" að fá útrás fyrir sínar þarfir geti gert það á lokuðum svæðum. Það er þegar mjög erfitt að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá ráðamönnum okkar og því óþarft að vera að auka á vandræði þeirra sem vilja gera hlutina á afmörkuðum svæðum.
Það er ekki okkar hagur að fá þessa ökumenn og bíla í kappakstur hér á götunum.
Þetta framtak hjá kvartmíluklúbbnum er til algjörrar fyrirmyndar, þá á að styðja til áframhaldandi uppbyggingar á æfingar og keppnisaðstöðu.
mánudagur, apríl 24, 2006
Svikin loforð
Þegar er byrjað að svíkja loforð í þessum kosningum. Gjaldfrjálst þetta og gjaldfrjálst hitt.
Það er ekkert gjaldfrjálst.
Skólinn er ekki gjaldfrjáls og leikskólinn er það ekki heldur. Reikningarnir munu halda áfram að berast þó þetta sé kallað gjaldfrjálst. Eini munurinn er sá að nú munu þeir heita matarreikningar.
En afhverju er ég að kvarta, er ekki hagvöxtur :-)
Eitt hræðist ég fyrir þessar kosningar, Samfylkingin er alls ekki að koma sterk fram í byrjun. Það er eins og þeir sem eru í framboði hafi ekki áttað sig á því að baráttan er byrjuð. Einn flokkurinn fór í felubúning og hinn blái er búinn að vera í 12 ár að springa úr spenningi að fá að stjórna dallinum næstu árin. Samfylkingin í Reykjavík er ekki tilbúin í fjörið því miður.
Dagur þarf að átta sig á því að það er einn mesti refur í pólitík hér á landi sem hann er að berjast við, það duga ekki silkihanskar á svoleiðis fólk.
Það er ekkert gjaldfrjálst.
Skólinn er ekki gjaldfrjáls og leikskólinn er það ekki heldur. Reikningarnir munu halda áfram að berast þó þetta sé kallað gjaldfrjálst. Eini munurinn er sá að nú munu þeir heita matarreikningar.
En afhverju er ég að kvarta, er ekki hagvöxtur :-)
Eitt hræðist ég fyrir þessar kosningar, Samfylkingin er alls ekki að koma sterk fram í byrjun. Það er eins og þeir sem eru í framboði hafi ekki áttað sig á því að baráttan er byrjuð. Einn flokkurinn fór í felubúning og hinn blái er búinn að vera í 12 ár að springa úr spenningi að fá að stjórna dallinum næstu árin. Samfylkingin í Reykjavík er ekki tilbúin í fjörið því miður.
Dagur þarf að átta sig á því að það er einn mesti refur í pólitík hér á landi sem hann er að berjast við, það duga ekki silkihanskar á svoleiðis fólk.
sunnudagur, apríl 23, 2006
20 ára fermingarafmæli
Fór í Sandgerði í gærkvöldi og hélt upp á 20 ára fermingarafmæli. Verð að segja að það var mjög skemmtilegt að hitta krakkana sem maður var með í 7,8 og 9 bekk og fermdist með. Það vill svo til að það eru ekki allir svo heppnir að þekkja fólkið sem það fermdist með. Ástæðan fyrir fermingarafmæli er ósköp einföld, það var ekki 9 (10) bekkur í Sandgerði á þessum tíma og hópurinn tvístraðist eftir 8 bekk.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu margir búa enn á svæðinu, nokkrir enn í Sandgerði og slatti í Reykjanesbæ (Keflavik og Njarðvík). All-flestir eru komnir með 2-3 börn og sumir að ferma sín fyrstu :)
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með góðu fólki, gaman að hitta það aftur og virkilega ánæjulegt að sjá hveru vel hefur heppnast til með þennan árgang :)
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu margir búa enn á svæðinu, nokkrir enn í Sandgerði og slatti í Reykjanesbæ (Keflavik og Njarðvík). All-flestir eru komnir með 2-3 börn og sumir að ferma sín fyrstu :)
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með góðu fólki, gaman að hitta það aftur og virkilega ánæjulegt að sjá hveru vel hefur heppnast til með þennan árgang :)
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Ál eða kál
Afhverju á ég að þurfa að velja á milli áls eða káls?
Ég er farinn að halda að hér séu kálhausar með álbrynju við völd.
Hvers vegna má ég ekki velja á milli áls eða káls?
Vá ég held að of mikið kál sé í umferð. Eða var það ál?
Ég vil einfaldlega að þetta fólk sem ræður hér á landi átti sig á nokkrum hlutum.
1. Fólk er fífl.
2. Fólk er fífl.
3. Fífl kjósa.
3. Fífl búa hér.
2. Fyrir hvaða fífl vinn ég.
1. Ég er fíll.
Munum bara þegar brosað er að kjósendum (fíflum) næst að fíflagangurinn búinn.
Ég er farinn að halda að hér séu kálhausar með álbrynju við völd.
Hvers vegna má ég ekki velja á milli áls eða káls?
Vá ég held að of mikið kál sé í umferð. Eða var það ál?
Ég vil einfaldlega að þetta fólk sem ræður hér á landi átti sig á nokkrum hlutum.
1. Fólk er fífl.
2. Fólk er fífl.
3. Fífl kjósa.
3. Fífl búa hér.
2. Fyrir hvaða fífl vinn ég.
1. Ég er fíll.
Munum bara þegar brosað er að kjósendum (fíflum) næst að fíflagangurinn búinn.
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Andri Snær
Er að lesa bókina hans þegar maður hefur tíma (hver er ekki að lesa bókina?)
Ágætis lesning sem vekur upp nokkrar spurningar, get ekki beðið eftir að komast að "feitu" köflunum í bókinni eins og mér er sagt að séu þar. Nokkuð góðir kaflanir um bændurna og hugmyndir.
Ætli sé hægt að setja hámarkslengd á Álver? Mér persónulega finnst 1 km. vera full langt.
Maður verður að ná að tengja þessa stærð við eitthvað sem maður þekkir til að átta sig á stærðinni, t.d. er jafn langt frá Írafossi að Ljósafossi og þetta álver í Reyðarfyrði er!
Ágætis lesning sem vekur upp nokkrar spurningar, get ekki beðið eftir að komast að "feitu" köflunum í bókinni eins og mér er sagt að séu þar. Nokkuð góðir kaflanir um bændurna og hugmyndir.
Ætli sé hægt að setja hámarkslengd á Álver? Mér persónulega finnst 1 km. vera full langt.
Maður verður að ná að tengja þessa stærð við eitthvað sem maður þekkir til að átta sig á stærðinni, t.d. er jafn langt frá Írafossi að Ljósafossi og þetta álver í Reyðarfyrði er!
mánudagur, apríl 03, 2006
Fram(sókn)
Sókn er eitthvað sem gerist þegar maður sækir fram. Einhver misskilningur hefur átt sér stað hjá forustumönnum Framsóknarflokksins. Málið er nefnilega þannig að flokkurinn þarf að þróast með þjóðfélaginu alveg eins og fyrirtæki, stofnanir og venjulegt fólk gerir. Það er ekki hægt að neyða skoðanir upp á fólk, það hefur verið margreynt og alltaf með sama árangri. Það er ekki hægt!
"Flokkur" er fyrir fólk sem vill vinna að einhverju saman, ekki eitt út í horni, ekki eitt að taka ákvarðanir og alls ekki eitt á fundum.
Fólk er þannig gert að völd fara því illa til lengri tíma litið, yfirleitt þykir fólki gott að hafa völd, og því meiri því betra. Því meiri völd sem fólk hefur því ákveðnara verður það að það hefur rétt fyrir sér og beitir valdi sínu til að tryggja að skoðun sín verði sú sem verði ráðandi.
Farsæll leiðtogi er sá sem nær tökum á sínum völdum og notar þau með virðingu fyrir því sem hann hefur. Hann sameinar fólk sitt til verka, hvetur það til dáða og leyfir því að njóta sín. Það er fjöldinn sem myndar flokk en ekki einstaklingurinn.
Það verður seint talað um Halldór Ásgrímsson sem farsælan leiðtoga.
"Flokkur" er fyrir fólk sem vill vinna að einhverju saman, ekki eitt út í horni, ekki eitt að taka ákvarðanir og alls ekki eitt á fundum.
Fólk er þannig gert að völd fara því illa til lengri tíma litið, yfirleitt þykir fólki gott að hafa völd, og því meiri því betra. Því meiri völd sem fólk hefur því ákveðnara verður það að það hefur rétt fyrir sér og beitir valdi sínu til að tryggja að skoðun sín verði sú sem verði ráðandi.
Farsæll leiðtogi er sá sem nær tökum á sínum völdum og notar þau með virðingu fyrir því sem hann hefur. Hann sameinar fólk sitt til verka, hvetur það til dáða og leyfir því að njóta sín. Það er fjöldinn sem myndar flokk en ekki einstaklingurinn.
Það verður seint talað um Halldór Ásgrímsson sem farsælan leiðtoga.
mánudagur, mars 20, 2006
Afsagnir
Davíð Oddsson hafði vit á því að koma sér í burtu frá klúðrinu sem hann var búinn að koma okkur í þeim fjölmörgu málum sem Halldór Ásgrímsson þarf nú að svara fyrir.
Hann þarf ekki að segja af sér.
Hvar er viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brotthvarfs hersins?
Hvað á að gera í þyrlumálum?
Hvað á að gera í atvinnumálum?
Hvað á að gera?
Afsögn og ekkert annað en afsögn kemur til greina.
Hann þarf ekki að segja af sér.
Hvar er viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brotthvarfs hersins?
Hvað á að gera í þyrlumálum?
Hvað á að gera í atvinnumálum?
Hvað á að gera?
Afsögn og ekkert annað en afsögn kemur til greina.
laugardagur, mars 18, 2006
Varnarleysi
Nú er ég hræddur. Á mig verður ráðist á hverri stundu, hvar á ég að fela mig, hvar eru sprengjuheldir kjallarar?
Innrásarliðið frá Rússlandi, nei Austur Þýskalandi, nei Afganistan, nei Suður Afríku er á leiðinni, HJÁLP....
Ég óttast um líf mitt á hverjum degi, það eru óvinir á hverju strái, ég sé njósnara í hverri manneskju, ég treysti engum. Hér eru útsendarar frá öllum óvinalöndum okkar sem stefna á heimsyfirráð og tilgangur þeirra er sameiginlegur, að RÁÐAST á Ísland. Nú er tími til kominn að reka alla útlendinga af okkar skeri og vopna þá sem eftir eru.
Það segir sig sjálft að samningar frá árinu 1951 eru orðnir gamlir. Tímar breytast og ástandið í heiminum líka. Hvað höfum við að gera við fjórar (4) herþotur? Nákvæmlega ekki neitt. Hér hefur verið tekið verulega vitlaust í pólinn í samningaviðræðunum við Bandamenn.
Þyrlurnar fylgja flugvélunum, þegar þær fara þá fylgja þyrlurnar með. Vissulega er erfitt að kyngja því að fólk muni missa vinnuna sína, sérstaklega þegar uppbygging á atvinnuvegum öðrum en Álvegum hefur verið jafn stórkostleg og raun ber vitni.
Hugsunarháttur þeirra sem fara með völdin á Íslandi er jafn úreltur og varnarsamningurinn frá árinu 1951.
Innrásarliðið frá Rússlandi, nei Austur Þýskalandi, nei Afganistan, nei Suður Afríku er á leiðinni, HJÁLP....
Ég óttast um líf mitt á hverjum degi, það eru óvinir á hverju strái, ég sé njósnara í hverri manneskju, ég treysti engum. Hér eru útsendarar frá öllum óvinalöndum okkar sem stefna á heimsyfirráð og tilgangur þeirra er sameiginlegur, að RÁÐAST á Ísland. Nú er tími til kominn að reka alla útlendinga af okkar skeri og vopna þá sem eftir eru.
Það segir sig sjálft að samningar frá árinu 1951 eru orðnir gamlir. Tímar breytast og ástandið í heiminum líka. Hvað höfum við að gera við fjórar (4) herþotur? Nákvæmlega ekki neitt. Hér hefur verið tekið verulega vitlaust í pólinn í samningaviðræðunum við Bandamenn.
Þyrlurnar fylgja flugvélunum, þegar þær fara þá fylgja þyrlurnar með. Vissulega er erfitt að kyngja því að fólk muni missa vinnuna sína, sérstaklega þegar uppbygging á atvinnuvegum öðrum en Álvegum hefur verið jafn stórkostleg og raun ber vitni.
Hugsunarháttur þeirra sem fara með völdin á Íslandi er jafn úreltur og varnarsamningurinn frá árinu 1951.
föstudagur, mars 10, 2006
Helgin nálgast
Og ég er að fara á Árshátið :)
Nú er það bara spurning um að fara í röðina hjá BT í kringlunni klukkan 4 í nótt til að næla sér í eina Xbox 360 á hálfvirði...
Nú er það bara spurning um að fara í röðina hjá BT í kringlunni klukkan 4 í nótt til að næla sér í eina Xbox 360 á hálfvirði...
þriðjudagur, mars 07, 2006
Bréfaskriftir
Ég hef haft þann siðinn á að geyma allan póst sem ég skrifa og sendi. Allt sem er skrifað í skilaboðaforritum (Messenger) er loggað.
Hins vegar ef ég sendi póst sem er ætlaður fyrir persónulega hluti (mjög persónulega) þá er þeim hent strax. Þetta á sérstaklega við viðkvæma og klámfengna pósta. Hvaða tilgangur er í því að geyma greddubréf? Ekki langar mig að vita til þess að einhver sé að lesa klámríkt innihald sem ég sendi og var kannski ætlaður einni manneskju.
ÞESS vegna höfum við herbergi með hurð. Við slökkvum ljósin og tölum ekki um hlutina. Ég held því enn og aftur fram að svona hlutir voru mun betri í fyrri tíð. Þar voru málin einfaldlega leyst þannig að bréfin voru BRENND.
Hvaða bull er það að ekki sé leyft að lesa annara manna bréf. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir. -:)
Fólk sem kann ekki með sína hluti að fara á einfaldlega ekki að nota þá. Vinsamlegast hendið ykkar tölvum og kaupið penna og frímerki.
Hins vegar ef ég sendi póst sem er ætlaður fyrir persónulega hluti (mjög persónulega) þá er þeim hent strax. Þetta á sérstaklega við viðkvæma og klámfengna pósta. Hvaða tilgangur er í því að geyma greddubréf? Ekki langar mig að vita til þess að einhver sé að lesa klámríkt innihald sem ég sendi og var kannski ætlaður einni manneskju.
ÞESS vegna höfum við herbergi með hurð. Við slökkvum ljósin og tölum ekki um hlutina. Ég held því enn og aftur fram að svona hlutir voru mun betri í fyrri tíð. Þar voru málin einfaldlega leyst þannig að bréfin voru BRENND.
Hvaða bull er það að ekki sé leyft að lesa annara manna bréf. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir. -:)
Fólk sem kann ekki með sína hluti að fara á einfaldlega ekki að nota þá. Vinsamlegast hendið ykkar tölvum og kaupið penna og frímerki.
mánudagur, febrúar 27, 2006
Stór eru skrefin
Þegar maður byrjar á einhverju nýju.
Tók fyrsta tímann í Hreyfingu áðan, mikið rosalega er maður ánægður að hafa byrjað.
Tók fyrsta tímann í Hreyfingu áðan, mikið rosalega er maður ánægður að hafa byrjað.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Súkkulaðidrengur
"Eva Longoria neitaði að koma nakin fram í atriði sem verið var að taka upp fyrir sjónvarpsþáttaröðina Aðþrengdar eiginkonur. Það var ekki fyrr en framleiðendurnir færðu henni súkkulaði af dýrustu gerð að hún samþykkti atriðið. "
(tekið af mbl.is)
Næsta konudag, valentísunardag eða hvað þetta heitir allt, muna EKKI blóm heldur DÝRT súkkulaði.
(tekið af mbl.is)
Næsta konudag, valentísunardag eða hvað þetta heitir allt, muna EKKI blóm heldur DÝRT súkkulaði.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Tilgangslaust bros
Hef sjaldan séð herra vor Forsætisráðherra brosa jafn mikið og eftir fund hans með Tony Blair.
Hvað var það á þessum fundi sem var svona skemmtilegt? Voru þeir að plana næstu 100 álver á Íslandi, voru þeir að ákveða inngöngu okkar í ESB á næsta ári, var Halldór kannski svona glaður vegna þess að hann fékk að hitta Þjóðhöfðingja?
Hver veit?
Ég veit að hann mun örugglega ekki brosa jafn mikið fyrr en næstu kosningar verða.
Hvað var það á þessum fundi sem var svona skemmtilegt? Voru þeir að plana næstu 100 álver á Íslandi, voru þeir að ákveða inngöngu okkar í ESB á næsta ári, var Halldór kannski svona glaður vegna þess að hann fékk að hitta Þjóðhöfðingja?
Hver veit?
Ég veit að hann mun örugglega ekki brosa jafn mikið fyrr en næstu kosningar verða.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Áfram með smjörið
Sjálfstæðisflokkur mun ekki ná borginni í vor.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Framboðslisti þeirra er ekki nógu þéttur. Viljhjálmur er einfaldlega orðinn of gamall og engu skilað þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hver vill fá trúð eins og Gísli Marteinn er?
Málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört.Hversu margar setningar af þessum lista ætli verði óbreyttar fyrir þessar kosningar?
http://www.betriborg.is/stefnan/
Minni sértaklega á línur þar sem talað er um lækkun skatta, hafa skattar okkar lækkað í valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarmanna? NEI
Hvernig dettur fólki í hug að kjósa fólk sem skrifar svona :
http://www.betriborg.is/betriborg/greinar/?cat_id=18225&ew_0_a_id=183607
Talandi um lóðarbrask (tekið af rvk.is) :"
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti án mótatkvæða þann 19. janúar síðastliðinn útboðsskilmála vegna lóða í Úlfarsárdal. Það var fullnaðaratkvæðagreiðsla málsins samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa því haft tæpar þrjár vikur til að koma málinu á dagskrá borgarstjórnar. Það hafa þeir ekki gert fyrr en í dag, daginn eftir að útboð hófst.
Það er ábyrgðarlaus framganga af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sérkennilegt meðvitundarleysi um lýðræðislegan framgang mála á vettvangi borgarstjórnar að ætla að taka á dagskrá ákvörðun sem þegar er komin til framkvæmda."
Gjaldþrot Sjálfstæðismanna er algjört. Munum hvernig borgin var fyrir 12 árum, munum hvernig vinargreiðar og klíkuskapur réðu ferðum í borg okkar. Munum eftir sukki og hvernig var valtað yfir borgarbúa þegar ákveðið var að byggja Perluna og Ráðhúsið. Svoleiðis stjórn viljum við ekki fá aftur.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Framboðslisti þeirra er ekki nógu þéttur. Viljhjálmur er einfaldlega orðinn of gamall og engu skilað þau ár sem hann hefur verið í borgarstjórn. Hver vill fá trúð eins og Gísli Marteinn er?
Málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins er algjört.Hversu margar setningar af þessum lista ætli verði óbreyttar fyrir þessar kosningar?
http://www.betriborg.is/stefnan/
Minni sértaklega á línur þar sem talað er um lækkun skatta, hafa skattar okkar lækkað í valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarmanna? NEI
Hvernig dettur fólki í hug að kjósa fólk sem skrifar svona :
http://www.betriborg.is/betriborg/greinar/?cat_id=18225&ew_0_a_id=183607
Talandi um lóðarbrask (tekið af rvk.is) :"
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti án mótatkvæða þann 19. janúar síðastliðinn útboðsskilmála vegna lóða í Úlfarsárdal. Það var fullnaðaratkvæðagreiðsla málsins samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa því haft tæpar þrjár vikur til að koma málinu á dagskrá borgarstjórnar. Það hafa þeir ekki gert fyrr en í dag, daginn eftir að útboð hófst.
Það er ábyrgðarlaus framganga af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sérkennilegt meðvitundarleysi um lýðræðislegan framgang mála á vettvangi borgarstjórnar að ætla að taka á dagskrá ákvörðun sem þegar er komin til framkvæmda."
Gjaldþrot Sjálfstæðismanna er algjört. Munum hvernig borgin var fyrir 12 árum, munum hvernig vinargreiðar og klíkuskapur réðu ferðum í borg okkar. Munum eftir sukki og hvernig var valtað yfir borgarbúa þegar ákveðið var að byggja Perluna og Ráðhúsið. Svoleiðis stjórn viljum við ekki fá aftur.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Lóðerí
Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar Reykjavíkurbúar fara á lóðerí. Allir aðrir verða fúlir heldur en þeir sem fenguð það. Þetta árið var drátturinn nokkuð dýr en var þó laus við þetta handahófskennda úrtak sem borgarbúar kvörtuðu yfir á síðasta ári. Mér finnst að borgaryfirvöld hafi farið alveg hárrétta leið núna. Alveg eins og í dýraríkinu þá eru það þeir sem sterkastir eru sem hreppa hnossið. Í hnotskurn kennir okkur þetta hvernig reglur verða til, og hvernig reglur hlaða utan á sig smá saman.
í Fyrra :
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
Öll vitum við hvernig þetta endaði, vegna vantrausts á tölvukerfi var ákveðið að drátturinn væri úr hatti. Merkilegt hvað lík númer komu upp úr honum!
Þetta árið.
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er dýr.
2. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
3. Einungis átti að vera hægt að fá það einu sinni.
Niðurstaðan þetta árið: Lýsir fólki nokkuð vel, það er alltaf einhver sem er til í að svindla á reglunum, finna sem smæstu smugur til að nýta sér og hlægja að öllum hinum.
Hér með er óskað eftir tillögum hvernig á að framkvæma næsta lóðerí. Gera'ða kannski eins og í Kópavogi?
í Fyrra :
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er handahófskenndur.
2. Einungis er hægt að fá það einu sinni.
3. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
Öll vitum við hvernig þetta endaði, vegna vantrausts á tölvukerfi var ákveðið að drátturinn væri úr hatti. Merkilegt hvað lík númer komu upp úr honum!
Þetta árið.
Reglur varðandi lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkurborg.
1. Drátturinn er dýr.
2. Einstaklingar fá bara að taka þátt.
3. Einungis átti að vera hægt að fá það einu sinni.
Niðurstaðan þetta árið: Lýsir fólki nokkuð vel, það er alltaf einhver sem er til í að svindla á reglunum, finna sem smæstu smugur til að nýta sér og hlægja að öllum hinum.
Hér með er óskað eftir tillögum hvernig á að framkvæma næsta lóðerí. Gera'ða kannski eins og í Kópavogi?
föstudagur, febrúar 17, 2006
Silvía nótt til sigurs
Látum ekki Evróvisíon áskrifendur valta yfir okkur enn eitt árið með ömurlegum texta og lagasmíðum. Kjósum Silvíu Nótt til framfara á tónlistarsviði Evróvisíon 2006.
Silvía til Sigurs!
Silvía til Sigurs!
mánudagur, febrúar 13, 2006
Flokkahjal
Merkilegt hvað Sjálfstæðismenn sjá rautt þegar talað er um Samfylkinguna. Þetta á ekki við þegar talað er um Vinstri-græna eða Framsókn. Fyrir mér eru Sjálfstæðismenn bara Sjálfstæðismenn og þeirra skoðanir á hlutunum eru svo sem fínar. Lífið er þannig að fólk hefur misjafnar skoðanir á hlutunum og þær ber að virða. Það er allt annað mál hvort maður sé sammála þeim skoðunum.
Ég held að ég geti staðsett mig til hægri í mörgum af þeim málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir. Það þýðir ekki endilega að ég sé sammála öllum þeim hlutum sem þeir hafa gert á síðastliðnum 12 árum, en að sjálfsögðu er heilmargt sem má alltaf bæta. Ég tel að það sé í hnotskurn munurinn á Samfylkingunni annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hinsvegar. Sjálfstæðismenn viðurkenna aldre mistök, þeir tala ekki um þá hluti sem þeir hafa gert með þeirri innri gagnrýni sem allir þurfa að hafa til að geta þróast. Tökum dæmi:Fjölmiðlafrumvarpið,Álverin,Írak og Öryrkjar.
Í öllum þessum málum hefur ekkert verið notað annað heldur en hroki og yfirgangur, svo mikið að fólki hefur blöskrað svo mikið að orðið bananalýðveldi fær nýja merkingu.
Það er ástæða fyrir því að maður hefur hvorki kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.
Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni eins og aðrir flokkar. Ákvarðanatökur hafa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig, Hringbrautarmálið var eitt allsherjar klúður og nýji spítalinn sem á að koma vekur upp spurningar.
Ég mun að sjálfsögðu skoða hvað Sjálfstæðismenn, Vinstri-Grænir, Framsókn og Samfylkingin hafa fram að bera í komandi kosningum. Eitt veit ég að öllu verður lofað, kannski meira en innistæða er fyrir.
Í gær eignaðist Samfylkingin þann leiðtoga sem Sjálfstæðismenn hafa dreymt um allt frá valdatíma Daviðs í borginni.
Hvernig munu þeir svara, með málefnalegri umræðu eða skítkasti?
Ég held að ég geti staðsett mig til hægri í mörgum af þeim málefnum sem Samfylkingin stendur fyrir. Það þýðir ekki endilega að ég sé sammála öllum þeim hlutum sem þeir hafa gert á síðastliðnum 12 árum, en að sjálfsögðu er heilmargt sem má alltaf bæta. Ég tel að það sé í hnotskurn munurinn á Samfylkingunni annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hinsvegar. Sjálfstæðismenn viðurkenna aldre mistök, þeir tala ekki um þá hluti sem þeir hafa gert með þeirri innri gagnrýni sem allir þurfa að hafa til að geta þróast. Tökum dæmi:Fjölmiðlafrumvarpið,Álverin,Írak og Öryrkjar.
Í öllum þessum málum hefur ekkert verið notað annað heldur en hroki og yfirgangur, svo mikið að fólki hefur blöskrað svo mikið að orðið bananalýðveldi fær nýja merkingu.
Það er ástæða fyrir því að maður hefur hvorki kosið Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn.
Samfylkingin er ekki hafin yfir gagnrýni eins og aðrir flokkar. Ákvarðanatökur hafa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig, Hringbrautarmálið var eitt allsherjar klúður og nýji spítalinn sem á að koma vekur upp spurningar.
Ég mun að sjálfsögðu skoða hvað Sjálfstæðismenn, Vinstri-Grænir, Framsókn og Samfylkingin hafa fram að bera í komandi kosningum. Eitt veit ég að öllu verður lofað, kannski meira en innistæða er fyrir.
Í gær eignaðist Samfylkingin þann leiðtoga sem Sjálfstæðismenn hafa dreymt um allt frá valdatíma Daviðs í borginni.
Hvernig munu þeir svara, með málefnalegri umræðu eða skítkasti?
föstudagur, febrúar 10, 2006
Prófkjör
Jæja þá er komið að því að velja. Það er ekki mikið vandamál hvern maður kýs í 1. sætið en maður ætti kannski að nota kvöldið og kynna sér aðeins þá sem eru að bjóða sig fram í önnur sæti.
Gaman að því hvað maður ætlaði að vera duglegur og hjálpa til í þetta skiptið, en maður fer þó og kýs, það hlýtur að telja eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að Dagur hefur þetta af, vona innilega að hann verði með afgerandi kosningu.
Svo er náttúrulega málið að halda bláa flokknum í kuldanum í 4 ár í viðbót :)
Gaman að því hvað maður ætlaði að vera duglegur og hjálpa til í þetta skiptið, en maður fer þó og kýs, það hlýtur að telja eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að Dagur hefur þetta af, vona innilega að hann verði með afgerandi kosningu.
Svo er náttúrulega málið að halda bláa flokknum í kuldanum í 4 ár í viðbót :)
laugardagur, febrúar 04, 2006
Mús-Limi
Hugsið ykkur bara að fólk skuli brenna niður byggingar út af skopmyndum.
Það er eitthvað að fólki sem brennir niður byggingar út af skopmyndum.
Nei án gríns þá er eitthvað að sjóða upp úr sem hefur verið að malla í mörg mörg ár. Ekki er hægt að segja að við (vestrænar þjóðir) hafi farið vel með fólk á þessum slóðum í gegn um árin. Það er til ein lausn á þessu vandamáli og það ætti ekki að vera erfitt að framkvæma það.
Gera mannkynið trúarlaust.
Það er eitthvað að fólki sem brennir niður byggingar út af skopmyndum.
Nei án gríns þá er eitthvað að sjóða upp úr sem hefur verið að malla í mörg mörg ár. Ekki er hægt að segja að við (vestrænar þjóðir) hafi farið vel með fólk á þessum slóðum í gegn um árin. Það er til ein lausn á þessu vandamáli og það ætti ekki að vera erfitt að framkvæma það.
Gera mannkynið trúarlaust.
laugardagur, janúar 28, 2006
Kjósum "Bíttu í pung"
Frumsýnt í Spaugstofunni.
Svei mér þá, held að þetta lag sé mun betra en mörg af þeim lögum sem voru í boði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Ég hef ekki enn skilið hvernig fólk semur fyrir þessa keppni, ætli menn detti i ákveðinn "Evróvisíón" gír þegar það semur.
Þó að þetta sé hallærislegt, þá er þetta ágætist skemmtun.
Munið bara hvaða hamingju Gleðibankinn færði okkur.
Svei mér þá, held að þetta lag sé mun betra en mörg af þeim lögum sem voru í boði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Ég hef ekki enn skilið hvernig fólk semur fyrir þessa keppni, ætli menn detti i ákveðinn "Evróvisíón" gír þegar það semur.
Þó að þetta sé hallærislegt, þá er þetta ágætist skemmtun.
Munið bara hvaða hamingju Gleðibankinn færði okkur.
föstudagur, janúar 27, 2006
Vinnuvikan
Einkenndist af hálsbólgu. Það er ekki til leiðinlegri hlutur heldur en hálsbólga. Fínt að fá flensu eða magakveisu, maður er þó sæmilega veikur og yfirleitt þarf maður ekki að skammast sín fyrir að vera veikur heima.
Nei hálsbólga er ekki þannig. Hún lætur sér nægja að láta manni líða illa í hálsinum, ef maður er heppinn þá missir maður röddina og á kannski erfitt með að kyngja. Svona getur þetta gengið í marga daga án þess að nokkur breyting verði. Þessi veiki hefur einfaldlega verið fundin upp vísvitandi til að kvelja fólk pínkulítið.
Ég vil að sá sem fann upp þessa veiki verði fundinn og honum refsað!
Nei hálsbólga er ekki þannig. Hún lætur sér nægja að láta manni líða illa í hálsinum, ef maður er heppinn þá missir maður röddina og á kannski erfitt með að kyngja. Svona getur þetta gengið í marga daga án þess að nokkur breyting verði. Þessi veiki hefur einfaldlega verið fundin upp vísvitandi til að kvelja fólk pínkulítið.
Ég vil að sá sem fann upp þessa veiki verði fundinn og honum refsað!
Handbolti
Alltaf bölva ég sjálfum mér fyrir að horfa, alltaf á okkur að ganga vel á mótum og nær alltaf endar það illa.
Nema núna.
Sagði ég þetta nokkuð síðast líka?
Nema núna.
Sagði ég þetta nokkuð síðast líka?
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Kvörtun nr 1
Jæja það kom að því að fyrsta kvörtunin vegna þessa blogs hefur komið fram. Ég verð að viðurkenna að þetta tók örlítið lengri tíma en ég bjóst við. Ágætum vini þótti tenging á síðustu færslu yfir á annað blogg vera óviðunandi vegna efnisinnihalds þess.
Tekið hefur verið á móti kvörtunnunni, en vegna þess að hér er rekin óháð ritstjórastefna þá verður tengillinn að sjálfsögðu ekki tekinn.
Einnig má benda á að eigandi "trust this" bloggs ber enga ábyrgð á efni annara blogga.
:)
Tekið hefur verið á móti kvörtunnunni, en vegna þess að hér er rekin óháð ritstjórastefna þá verður tengillinn að sjálfsögðu ekki tekinn.
Einnig má benda á að eigandi "trust this" bloggs ber enga ábyrgð á efni annara blogga.
:)
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Blogg
Misjafnt er það sem liggur fyrir manni þegar skrifar um hitt og þetta. Stundum er maður alveg þurr og ekkert kemst upp úr kollinum en aðra daga er þetta ekkert mál.
Þessi "blogger" er mjög fókuseraður á það sem hann (hún) er að skrifa :)
http://www.sagaclass.blogspot.com/
Þessi "blogger" er mjög fókuseraður á það sem hann (hún) er að skrifa :)
http://www.sagaclass.blogspot.com/
sunnudagur, janúar 22, 2006
Malarnám
Heyrst hefur að nú eigi að grafa Ingólfsfjall niður að rótum. Hvernig stendur á því að á árinu 2006 skuli svona hugmyndir fái hljómgrunn hjá sveitarstjórnarmönnum á Íslandi. Að vísu má ég ekki taka of mikið upp í mig varðandi þessa menn því þeir eru jú bara nokkrir sem búa í Sveitarfélaginu Ölfus.
Þessi umræða hefur ekki farið hátt því erfitt er að verja eitthvað sem þegar er skemmt. Málið er nokkuð flókið og íbúar sem búa í nágrenni fjallsins virðast lítið geta gert. Ingólfsfjall liggur nokkuð vel við þegar talað er um malarnám. Það kostar því mun meira að ná í efni því lengra sem þarf að ná í það, svo óheppilega vill til að Ingólfsfjall er eiginlega of nálægt til að verktakar geti horft fram hjá því sem kost til efnistöku. Þeir verða að horfa í aurinn því yfirleitt eru tilboð ekki yfir kostnaðaráætlun í verktakabransanum.
Ég hef sjálfur búið í Búrfelli og í Soginu og hef því marg oft keyrt hjá þessu fallega fjalli. Ég skil að árið 1700 og súrkál hafi menn tekið þá ákvörðun að malarnám skuli leyft þarna. Þeir vissu ekki betur. Árið 2006 horfa málin einfaldlega öðruvísi við, fólk er sem betur fer byrjað að hafa skoðanir á hlutunum og kann líka að koma þeim á framfæri.
Mér líður ekki sérstaklega vel að hugsa til allra þeirra ferðamanna (innlendra og erlendra) sem eiga leið fram hjá þessu rosalegu sári á íslenskri náttúru. Ekki líður sjálfum mér vel þegar ég skoða sárið í hvert skipti sem ég keyri þar framhjá. Nóg hefur verið bölfað í hljóði.
Ég krefst þess sem borgari þessa lands að malarnám eða hugmyndir að malarnámi við Ingólfsfjall verði stöðvaðar nú þegar. Náttúra okkar eru almannahagsmunir okkar allra.
Til að gefa sveitarstjórnarmönnum í Ölfus forsmekkinn af því sem þeir leggja til, þá langar mig til að bjóða öllum þeim sem þykir vænt um landið okkar að fara heim til þessara manna og moka upp garðinn heima hjá þeim.
Þessi umræða hefur ekki farið hátt því erfitt er að verja eitthvað sem þegar er skemmt. Málið er nokkuð flókið og íbúar sem búa í nágrenni fjallsins virðast lítið geta gert. Ingólfsfjall liggur nokkuð vel við þegar talað er um malarnám. Það kostar því mun meira að ná í efni því lengra sem þarf að ná í það, svo óheppilega vill til að Ingólfsfjall er eiginlega of nálægt til að verktakar geti horft fram hjá því sem kost til efnistöku. Þeir verða að horfa í aurinn því yfirleitt eru tilboð ekki yfir kostnaðaráætlun í verktakabransanum.
Ég hef sjálfur búið í Búrfelli og í Soginu og hef því marg oft keyrt hjá þessu fallega fjalli. Ég skil að árið 1700 og súrkál hafi menn tekið þá ákvörðun að malarnám skuli leyft þarna. Þeir vissu ekki betur. Árið 2006 horfa málin einfaldlega öðruvísi við, fólk er sem betur fer byrjað að hafa skoðanir á hlutunum og kann líka að koma þeim á framfæri.
Mér líður ekki sérstaklega vel að hugsa til allra þeirra ferðamanna (innlendra og erlendra) sem eiga leið fram hjá þessu rosalegu sári á íslenskri náttúru. Ekki líður sjálfum mér vel þegar ég skoða sárið í hvert skipti sem ég keyri þar framhjá. Nóg hefur verið bölfað í hljóði.
Ég krefst þess sem borgari þessa lands að malarnám eða hugmyndir að malarnámi við Ingólfsfjall verði stöðvaðar nú þegar. Náttúra okkar eru almannahagsmunir okkar allra.
Til að gefa sveitarstjórnarmönnum í Ölfus forsmekkinn af því sem þeir leggja til, þá langar mig til að bjóða öllum þeim sem þykir vænt um landið okkar að fara heim til þessara manna og moka upp garðinn heima hjá þeim.
laugardagur, janúar 21, 2006
1milljon.is
Frumlegheitin eru svakaleg þarna. Það er búið að gera þetta á milliondollarhomepage.com og þar var þetta náttúrulega svalt.
Afhverju ekki að kalla þetta 100milljóntrilljónkrónasíðan? Það hljómar allavegana betur heldur en 1milljon.is
Þeir félagar eiga það skilið að komast í kastljósið fyrir frumlegheitin.
Afhverju ekki að kalla þetta 100milljóntrilljónkrónasíðan? Það hljómar allavegana betur heldur en 1milljon.is
Þeir félagar eiga það skilið að komast í kastljósið fyrir frumlegheitin.
föstudagur, janúar 20, 2006
Frá hugmynd að hugmynd
Pínku vinnutengt núna.
Socket server er þjónn sem tekur á móti skilaboðum frá ökuritum sem eru í notkun út um allan bæ. Hvernig býr maður til svoleiðis græju þannig að not séu af.
1. Hann þarf að geta tekið á móti skilaboðum.
2. Hann þarf að geta skilgreint hvernig tæki er að senda skilaboðin.
3. Hann þarf að vista þau þannig að hægt sé að vinna úr þeim bæði í gagnagrunn og sem skrár.
4. Hann þarf að vita hvenar tækin eru ekki að virka rétt og getað slitið tengingunni þegar á þarf að halda.
Ok þetta eru grunnþarfinar fyrir socket server, og núverandi útgáfa virkar fínt sem slík.
Hugmynd : Gagnvirkur socket server.
Þarna koma inn þarfinar að við þurfum jú að geta séð hvað er að gerast á bak við tjöldin.
t.d.
Hversu mörg tæki eru tengd.
Hversu mörg eru ekki í akstri (tímatengt)
Hversu mörg eru offline ogsfr.
Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að geta sent fyrirspurnir á tækin í gegn um scoket serverinn og fengið svar :)
Hugmynd: Fyrirspurnir og svör geymd í gagnagrunni.
Hér athugar Socket Server á einhverju tímabili hvort nýjar skipanir hafi komið í grunninn til að senda út.
GUI forrit notar SQL grunninn til að fá uppl um hvaða tæki eru tengd og hvaða ekki.
hér þarf GUI forritið líka að athuga á einhverju milibili hvort ný tæki hafi tengst, einhver aftengst og hvort ný svör hafi komið frá tækum.
Hugmynd: Socket server sem hlustar á tvö port, eitt fyrir tækin og annað fyrir GUI forrit.
Miklu sniðugri lausn en þessi með gagnagrunninn (þó hann verði notaður áfram til að geyma fyrir gagnasöfunun)
Hér látum við einfaldlega serverinn senda á annað portið þegar eitthvað gerist í hinu :)
t.d. Tæki tengist, fáum login info frá því og vistum info, loopum svo í gegn um GUI tengingarnar til að senda skilaboð að nýtt tæki hafi tengst.
bara brill, nú er bara að vona að hugmyndin virki :)
Socket server er þjónn sem tekur á móti skilaboðum frá ökuritum sem eru í notkun út um allan bæ. Hvernig býr maður til svoleiðis græju þannig að not séu af.
1. Hann þarf að geta tekið á móti skilaboðum.
2. Hann þarf að geta skilgreint hvernig tæki er að senda skilaboðin.
3. Hann þarf að vista þau þannig að hægt sé að vinna úr þeim bæði í gagnagrunn og sem skrár.
4. Hann þarf að vita hvenar tækin eru ekki að virka rétt og getað slitið tengingunni þegar á þarf að halda.
Ok þetta eru grunnþarfinar fyrir socket server, og núverandi útgáfa virkar fínt sem slík.
Hugmynd : Gagnvirkur socket server.
Þarna koma inn þarfinar að við þurfum jú að geta séð hvað er að gerast á bak við tjöldin.
t.d.
Hversu mörg tæki eru tengd.
Hversu mörg eru ekki í akstri (tímatengt)
Hversu mörg eru offline ogsfr.
Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að geta sent fyrirspurnir á tækin í gegn um scoket serverinn og fengið svar :)
Hugmynd: Fyrirspurnir og svör geymd í gagnagrunni.
Hér athugar Socket Server á einhverju tímabili hvort nýjar skipanir hafi komið í grunninn til að senda út.
GUI forrit notar SQL grunninn til að fá uppl um hvaða tæki eru tengd og hvaða ekki.
hér þarf GUI forritið líka að athuga á einhverju milibili hvort ný tæki hafi tengst, einhver aftengst og hvort ný svör hafi komið frá tækum.
Hugmynd: Socket server sem hlustar á tvö port, eitt fyrir tækin og annað fyrir GUI forrit.
Miklu sniðugri lausn en þessi með gagnagrunninn (þó hann verði notaður áfram til að geyma fyrir gagnasöfunun)
Hér látum við einfaldlega serverinn senda á annað portið þegar eitthvað gerist í hinu :)
t.d. Tæki tengist, fáum login info frá því og vistum info, loopum svo í gegn um GUI tengingarnar til að senda skilaboð að nýtt tæki hafi tengst.
bara brill, nú er bara að vona að hugmyndin virki :)
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Ólag í orðabók mbl
"Ólag var á netþjónustu Símans í morgun og áttu notendur í vandræðum með að tengjast alheimsnetinu. Upplýsingafulltrúi Símans, Eva Magnúsdóttir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að bilun hefði komið upp í svokallaðri auðkenniþjónustu þ.e. sá hluti kerfisins sem auðkennir notendur og gerir þeim kleyft að fá aðgang að netinu. Netþjónustan var komin í samt lag upp úr klukkan tíu."
Tekið af mbl.is 18.01.2006
Vá maður hver skrifaði þetta?
Tekið af mbl.is 18.01.2006
Vá maður hver skrifaði þetta?
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Símahrós
Kúdos til Símanns fyrir að búa til svona líka flotta þjónustu sem heitir adslTV :)
Eitt sem ég tók eftir og það er verðlagningin á þjónustunni, merkilegt að hún skuli bara vera hófleg, kannski að það sé út af samkeppninni ?
Þakka þér Síminn fyrir að bjóða mér upp á Fashion TV.
Eitt sem ég tók eftir og það er verðlagningin á þjónustunni, merkilegt að hún skuli bara vera hófleg, kannski að það sé út af samkeppninni ?
Þakka þér Síminn fyrir að bjóða mér upp á Fashion TV.
mánudagur, janúar 09, 2006
Makka notendur
Þeir eru yndislegir, alveg ótrúlegir og samkvæmir sjálfum sér (hafa alltaf verið það).
Það að þurfa sannfæra sjálfan sig að það sé betra að nota makka en pc hýtur að gefa skýrar línur um að makkinn sé einfaldlega verri vara. Þetta kemur fram í nokkrum myndum : það er gert grín að "hinu" stýrikerfinu, allt er haft dýrara svo varan virðist vera betri og svo að sjálfsögðu er varan höfð hvít því það er jú litur hreinleikans er það ekki.
Því fyrr sem þeir átta sig á því að þeir hafa verið leiddir villu vegar því betra, þetta hlýtur að vera mesta rippoff allra tíma.
eitt dæmi :
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_1.mov
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_2.mov
Það að þurfa sannfæra sjálfan sig að það sé betra að nota makka en pc hýtur að gefa skýrar línur um að makkinn sé einfaldlega verri vara. Þetta kemur fram í nokkrum myndum : það er gert grín að "hinu" stýrikerfinu, allt er haft dýrara svo varan virðist vera betri og svo að sjálfsögðu er varan höfð hvít því það er jú litur hreinleikans er það ekki.
Því fyrr sem þeir átta sig á því að þeir hafa verið leiddir villu vegar því betra, þetta hlýtur að vera mesta rippoff allra tíma.
eitt dæmi :
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_1.mov
http://hansr.net/temp/real_vista_episode_2.mov
sunnudagur, janúar 08, 2006
Long Way Round
Hann Tóti vinnufélagi benti mér á að kíkja á þessa þætti.
Þeir Ewan McGregor og Charley Boorman fara í hringferð um hnöttinn á mótorhjólum og þetta eru heimildarþættir um þá ferð. Búinn að horfa á fyrstu þrjá þættina af sjö og get varla beðið eftir því að fá að klára þetta. Ótrúlega skemmtilegir gæjar.
http://www.imdb.com/title/tt0403778/
Þeir Ewan McGregor og Charley Boorman fara í hringferð um hnöttinn á mótorhjólum og þetta eru heimildarþættir um þá ferð. Búinn að horfa á fyrstu þrjá þættina af sjö og get varla beðið eftir því að fá að klára þetta. Ótrúlega skemmtilegir gæjar.
http://www.imdb.com/title/tt0403778/
Aumkunarvert
Sá auglýsingu frá Framskóknarflokknum í blöðunum í gær. Því miður þá verð ég að segja að ég vorkenni þessu fólki að hafa látið þetta fara frá sér. Hverju voru þau að reyna að koma á framfæri sem samfærir okkur hin að þau hafa gert eitthvað síðastliðin ár eða hvaða samvisku var verið að hvítþvo? Ég er á því að stjórnmálaflokkar þurfi ekki að birta svona lista. Þeir eiga einfaldlega að koma einhverju í verk í stað þess að telja upp það sem þau hafa verið að vinna að síðastliðin ár. Tala nú ekki um upptalninguna sjálfa, það mætti hafa hana með í næsta skaupi.
Held að bændaflokkurinn blessaði ætti að leggja sjálfan sig niður.
Held að bændaflokkurinn blessaði ætti að leggja sjálfan sig niður.
föstudagur, janúar 06, 2006
Vont veður
Vona að það verði rafmagnslaust í kvöld. Þá er hægt að hugga sig við að það var hvort sem er ekki hægt að fara á brennu.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Náttúrulaus
Það hlýtur að vera martröð hvers karlmanns að verða náttúrulaus. Maður hefur af þessu mjög miklar áhyggjur og er búinn að missa svefn margar nætur við að hafa hrikalegar hugsanir þessu máli tengdu. Hvað gerist eiginlega þegar maður verður náttúrulaus? Er hægt að fá hana aftur? Kannski er þetta bara eins og "klipp klipp" á leiðslurnar þegar maður er búinn að eignast sinn fjölda af afkvæmum. Ekki veit ég rétta svarið við þessu erfiða máli, veit varla hvort ég sé tilbúinn í að gera mig náttúrulausan strax. Hvað ætli það kosti, er mikill biðtími, fær maður áfallahjálp þegar aðgerðinni lýkur?
Þetta er eiginlega svona metingur og minnir mig á góðar stundir þegar maður var að þræta við félagana hvort pabbi minn væri sterkari en þinn. Það er kannski hægt að yfirfæra þessa hugsun og segja að ég hafi miklu meiri náttúru en þú. Eða vera bara vondur og gera "haha þú ert náttúrulaus, haha þú ert náttúrulaus". Mikið langar mig til að prófa það, kannski væri það betra að fara æfa sjálfsvarnaríþróttir fyrst áður en maður fer í svoleiðis leikfimi.
Til hvers að hafa mikla náttúru, maður notar hana ekkert svo mikið. Hugsið ykkur bara hvað það væri dýrt ef maður færi virkilega af stað og eignaðist alveg fullt af börnum, heilan helling. Er ekki frábært að eiga þessa yndislegu náttúru að og geta notið hennar þegar á þarf að halda.
Ekki hef ég áhuga á því að verða náttúrulaus.
http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4290&uID=22
Þetta er eiginlega svona metingur og minnir mig á góðar stundir þegar maður var að þræta við félagana hvort pabbi minn væri sterkari en þinn. Það er kannski hægt að yfirfæra þessa hugsun og segja að ég hafi miklu meiri náttúru en þú. Eða vera bara vondur og gera "haha þú ert náttúrulaus, haha þú ert náttúrulaus". Mikið langar mig til að prófa það, kannski væri það betra að fara æfa sjálfsvarnaríþróttir fyrst áður en maður fer í svoleiðis leikfimi.
Til hvers að hafa mikla náttúru, maður notar hana ekkert svo mikið. Hugsið ykkur bara hvað það væri dýrt ef maður færi virkilega af stað og eignaðist alveg fullt af börnum, heilan helling. Er ekki frábært að eiga þessa yndislegu náttúru að og geta notið hennar þegar á þarf að halda.
Ekki hef ég áhuga á því að verða náttúrulaus.
http://www.midi.is/default.aspx?pageID=10&eventID=4290&uID=22
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Körfubolti
Fór og horfði á bræður mína spila í drengjaflokki (FSU) við ÍR. Var nokkuð góð skemmtun og gaman að fá að sjá þá tvo spila saman. Merkilegt að sjá að þeir skoruðu einungis úr 8 af 33 vítum sem þeir fengu :) Að sjálfsögðu tóku þeir þennan leik.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)